Búnaðarrit - 01.01.1979, Síða 512
506
BÚNAÐARRIT
brjóstummál var nú 177,7 cm á öllu sýningarsvæðinu og
hefur aldrei verið meira á þessu svæði. Af einstökum kúm
hafði Freyja 40, Hóli, Hvalfjarðarstrandarhreppi mest
brjóstummál, 200 cm, en alls voru 32 kýr, sem náðu 190 cm
brjóstummáli eða meira.
Meðalhæð á herðakamb reyndist vera 129,6 cm, sem er
lítið eitt lægra en á sýningum á Norðurlandi 1976 (130,6 cm)
og Austurlandi 1977 (131,0 cm). Freyja 40, Hóli, sem var
með mest brjóstummál, var einnig hæst á herðakamb, 143
cm.
Meðalhæð á framjúgri sýndra kúa var 39,9 cm, en á
afturjúgri 38,3 cm. Þetta er nokkuð meiri júgurhæð en á
sýningum á Norðurlandi 1976 og Austurlandi 1977. Hæstu
meðaljúgurhæð höfðu kýrnar á Vestfjörðum, 42,0 cm á
framjúgri og 39,9 cm á afturjúgri.
Meðallengd framspena sýndra kúa var 7,1 cm og meðal-
lengd afturspena 6,2 cm. Þetta eru nokkuð styttri spenar en
kýr voru með að meðaltali á sýningum á Norðurlandi 1976
og Austurlandi 1977. Af sýndum kúm voru tæplega 9% með
mikið skaddaða spena eftir stig.
í töflu IIc er sýnt yfirlit yfir meðaldómseinkunn og meðal-
einkunn fyrir júgur, spena og mjöltun eftir svæðum. Meðal-
dómseinkunn sýndra kúa var 76,7 stig. Fyrir júgur var
meðaleinkunn 15,3 stig, fyrir spena 14,7 stig og fyrir mjöltun
14,7 stig. Hæst var meðaldómseinkunn á Snæfellsnesi 77,5
stig. Næsthæst var hún í Dalasýslu 77,1 stig, en þar voru kýr
einnig með hæstu einkunn fyrir júgur, 15,8 stig, spena, 15,3
stig, og mjöltun, 15,1 stig.
Stigahæsta kýrin á sýningunni var Hrefna 31, Miklaholti,
Miklaholtshreppi, en hún hlaut 93,5 stig. Alls hlutu 26 kýr
88 stig eða meira.
I. verðlauna kýrnar.
Skrá yfir I. verðlauna kýrnar er birt í töflu III. Hefur þeim
verið raðað innbyrðis í 4 gráður eins og undanfarin ár og