Búnaðarrit - 01.01.1979, Page 513
NAUTGRIPASÝNINGAR 507
voru reglur þær sömu og voru ákveðnar fyrir sýningarnar á
Norðurlandi 1976, sjá Búnaðarritið 1977, bls. 682.
Að þessu sinni hlutu 14 kýr 1. verðlaun af 1. gráðu eða
2,5% af sýndum kúm, I. verðlaun af 2. gráðu hlutu 34 kýr
eða 6,0%, 3. gráðu hlaut 61 kýreða 10,8% og4. gráðu hlutu
455 kýr eða 80,7%. Fyrstu gráðu kýrnar voru 6 í Borgar-
firði, 6 á Snæfellsnesi og 2 í Dalasýslu.
Eftirtalin naut áttu 5 eða fleiri dætur, sem hlutu I. verð-
laun:
Nafn og númer: Fjöldi I. verð- % af sýnd-
launa dætra: um dætrum, sem
hlutu I. v.:
Sokki 59018 .............................. 38 45,2
Fjölnir 62012............................. 18 62,1
Pjálfi 64008 ............................. 14 51,9
Rikki 65009 .............................. 13 59,1
Geisli 66009 .............................. 9 50,0
Ljómi 66011 ............................... 9 52,9
Hrafn 65001 ............................... 8 57,1
Dreyri 58037 .............................. 6 60,0
Vogur 63016 .............................. 5 41,7
Glói 62004 ................................ 5 50,0
Fáfnir 69003 .............................. 5 55,6
Bakki 69002 ............................... 5 62,5
Barði 70001 ............................... 5 71,4
Alls voru dætur þessara 13 nauta 47,3% af sýndum kúm,
en 52,6% af I. verðlauna kúnum. Þess ber að geta, þegar
þessar tölur eru bornar saman, að þessi naut eiga dætur á
mismunandi aldri og einnig eru skýrslufærðar kýr mis-
margar undan hverju nauti. Að meðaltali hlutu I. verðl.
kýmar 79,8 stig í dómseinkunn. Stigahæstar voru I. verð-
launa kýmar í Borgarfirði með 80,1 stig. Næstar vom kýrnar
í Dalasýslu með 79,7 stig. Á Snæfellsnesi hlutu þær 79,5 stig
og á Vestfjörðum 79,1 stig.