Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1988, Blaðsíða 22

Búnaðarrit - 01.01.1988, Blaðsíða 22
land og Austur-Skaftafellssýslu. Næst var haldinn fundur á Isafirði 7. október og að lokum með Bsb. Kjalarnesþings í Bændahöllinni 14. október. Utanlandsferð. Undirritaður fékk nokkurn ferðastyrk frá Búnaðarfélagi íslands til að sækja Smithfieldsýninguna í London dagana 5. til 12. desember. Komur útlendinga Búnaðarfélagið tók nú sem fyrr á móti eða veitti liðsinni ýmsum erlendum gestum, sem hingað komu og tengdir eru landbúnaði. í byrjun júní kom hingað til lands 12 manna sendinefnd frá Noregi, er nefndist „ullutvalget“, ullarnefndin, og var að kynna sér notkun íslenskrar ullar með tilliti til séreinkenna hennar. Viðfangsefni þeirrar nefndar í Noregi er að auka verðmæti þess sem unnið er eða vinna má úr ull af gamla norska fjárkyninu „spelsau“, en ull þess svipar til íslensku ullarinnar. Emma Eyþórsdóttir, starfsmaður á Rala, skipulagði dvöl fólksins hér. Flest af þessu fólki var frá fjallahéraðinu Vinje á Þelamörk og var fyrirliði hópsins Ingvar Sundvor, kennari í hönnun handiðnaðarhluta við héraðsháskóla í Þelamörk. Einnig var í hópnum fulltrúi frá landbúnaðarráðuneytinu og varaformaður sauð- fjárræktarfélagsins norska. Hópur þessi átti daglangan fund í Búnaðarfélag- inu með ráðunautum í sauðfjárrækt og búnaðarmálastjóra. Áhugi virtist hjá fólkinu fyrir því að koma á meira samstarfi um iðnað úr ull og notkun á henni. Vænta má skýrslu frá þessum hópi. I sambandi við afmælishátíðarhöldin var boðið til landsins fulltrúum bændasamtakanna á hinum Norðurlöndunum svo og frá Færeyjum og Grænlandi. Eftirtaldir gestir komu: Frá Danmörku Kristian Nielsen og frú, frá Færeyjum Frileif Joensen og Jóhannes Dalsgarð, frá Grænlandi Niels Lund og frú, frá Noregi Per J. Randen og frú og frá Svíþjóð Sture Jönsson og frú. Enginn gestur kom frá Finnlandi. Gestirnir voru við opnun landbúnaðarsýningarinnar, og voru síðan viðstaddir hátíðarhöldin daginn eftir. Að kvöldi þess dags var þeim boðið til kvöldverðar með stjórn Búnaðarfélags Islands og nokkrum öðrum gestum, þar á meðal nýkjörnum heiðursfélögum Búnaðarfélags íslands. Þar afhentu norrænu gestirnir félaginu fagrar og táknrænar gjafir í tilefni afmælisins. Daginn eftir, þann 16. ágúst, var gestunum boðið í dagsferð um Suðurland og til kvöldverðar á Þingvöllum. Matthías Eggertsson, ritstjóri, skipulagði móttökur gesta þessara og var leiðsögumaður þeirra. Búnaðarfélag Islands fékk á árinu tvo danska sérfræðinga í loðdýrarækt, þá Konnerup Madsen, fyrrverandi ráðunaut, og Sören Palsgaard, forstöðu- mann. Þeir komu 10. nóvember og leiðbeindu á námskeiði á Hvanneyri. Síðan ferðaðist Konnerup Madsen á milli allra helstu loðdýrasvæðanna og fór um með viðkomandi héraðsráðunautum. Gunnar Guðmundsson, fóðurráðunautur, skipulagði þessar heimsóknir og vísast til starfsskýslu hans. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.