Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1988, Side 79

Búnaðarrit - 01.01.1988, Side 79
löndum og gefist mjög vel og á án efa mikinn þátt í aö svínaræktin í þessum löndum er talin ein sú besta í heiminum í dag. 4) Sýrustigs- og hitamælingar í kjöti voru gerðar í samvinnu við fæðudeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Með þessum mælingum má greina „streitukjöt" frá venjulegu kjöti. Streita í svínum er háð erfðum, en kemur einkum í ljós við þjösnalega meðferð á svínunum rétt fyrir slátrun. í ná- grannalöndunum er streita í svínum mikið vandamál og mikil áhersla hefur verið Iögð á að útrýma þessum erfðagalla, en hann er mis áberandi í svínakynjum. Útbreiðsla streitu er mjög misjöfn í hinum ýmsu svínakynj- um. Það eru einkum fitulítil og vöðvafyllt svín, sem hafa þennan erfða- galla, og m.a. þess vegna hefur tíðni streitu aukist allmikið síðari ár. Miklar rannsóknir hafa farið fram í nágrannalöndum okkar á streitu í svínum og komið hefur í ljós að hún er víkjandi eiginleiki. Fyrir allmörgum árum var fundin upp aðferð, svokölluð „halotantest“, til að staðfesta hvort grísir hefðu þennan erfðagalla í sér. Halotan er efni, sem notað var áður fyrr til svæfinga, en við svæfinguna stirðna þeir grísir, sem eru arfhreinir gagnvart þessum erfðagalla. Helstu ókostir við þessa aðferð eru, að ekki er hægt að finna arfblendna einstaklinga og einnig er hún fremur tímafrek. Nú á allra seinustu árum hefur tekist að staðfesta í blóðsýnum þá erfða- vísa, sem valda streitu. Þannig á í komandi framtíð að vera auðvelt að koma í veg fyrir að svín með þennan erfðagalla séu notuð til undaneldis. Talað er um tvenns konar streitukjöt: 1) PSE-kjöt (á ensku pale, soft and exudative) eða vatnsvöðva. [2) DFD-kjöt (á ensku dark, firm and dry).] í PSE-kjöti myndast mikil mjólkursýra á stuttum tíma meðan kjötið er mjög heitt. Sýrustigið fellur strax niður fyrir 5.8 meðan hitastigið er 35— 40 gráður. Atburðir við slátrun, átök, flutningar og jafnvel deyðingin geta valdið streitu þannig að niðurbrot orkuefnanna verður margfalt hraðara en eðli- legt er. Samspil súrnunar og hita veldur skemmdum á vöðvaþráðum og litarefnum þannig að kjötið verður fölt, lint og slepjulegt. Auk þess að hafa fráhrindandi útlit verður PSE-kjöt einnig þurrt og seigt eftir mat- reiðslu. DFD-kjöt myndast við langvinna ofreynslu fyrir slátrun þannig að orku- forðinn í vöövum dýranna er meira eða minna tæmdur. Lítil mjólkursýra myndast í vöðvum þessara dýra og endanlegt sýrustig verður hærra en 6.2. DFD-kjöt verður dökkt, stíft og þurrt eins og nafnið gefur til kynna. Auk þess hefur DFD-kjöt lélegt geymsluþol, meyrnar illa, en hentar vel í unnar kjötvörur því það bindur mjög vel vatn. Þar sem þessi tegund af streitu finnst einnig í nautakjöti, hrossakjöti og kindakjöti væri hagkvæmt að þetta kjöt væri sýrustigsmælt eins og svínakjötið, ef hægt er að koma því við. Rétt er að geta þess að sláturleyfishafar og kjötiðnaðarmenn hafa sýnt 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.