Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1988, Page 158

Búnaðarrit - 01.01.1988, Page 158
og samþykkt með 21 samhljóða atkvæði og málið þar með afgreitt frá Búnaðarþingi. Mál nr. 3 Erindi stjórnar Búnaðarfélags íslands varðandi félagsbúskap á óðals- jörðum. Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 22 samhljóða atkvæðum: Búnaðarþing beinir því til landbúnaðarráðherra, að hann beiti sér fyrir endurskoðun jarðalaga, m.a. með það í huga, að VII. kafli laganna, sem fjallar um óðalsjarðir, verði numinn úr gildi. Jafnframt verði tryggt, að núverandi óðalsbændur fái fullan eignar- og ráðstöfunarrétt á jörðum sínum á sama hátt og aðrir jarðeigendur. Greinargerð: Ákvæði í lögum um óðalsjarðir hafa um nokkurra áratuga skeið verið í gildi hér á Iandi. Ekki liggja fyrir glöggar upplýsingar um fjölda þeirra jarða, sem hlotið hafa staðfestingu sem óðalsjarðir, en þær eru allmargar. Hugmynd manna með því að stofna til þessa forms á erfða-og yfirráðarétti jarðanna hefur án efa verið sú, að treysta búsetu og búrekstur á viðkomandi býlum. Hvort lögin hafa náð þessum tilgangi sínum að einhverju leyti í byrjun, skal ósagt látið, en við þær aðstæður, sem nú ríkja, verður að telja meira en hæpið, að svo sé lengur. Ekki fer á milli mála, að bóndi, sem situr óðalsjörð, verður að hlíta margvíslegum kvöðum gagnvart jörðinni. Til að halda yfirráðarétti sínum verður viðkomandi að hafa fasta búsetu á jörðinni og reka þar búskap. Samkvæmt niðurstöðu landbúnaðarráðu- neytis, sem fram kemur í bréfi þess til Búnaðarfélags íslands 1. desember 1987, er ekki unnt að staðfesta félagsbú á óðalsbýlum. Bóndinn er sviptur þeim rétti að geta haft frjáls viðskipti með jörðina og þau verðmæti, sem hann kann að hafa skapað á henni. Verði bóndinn af einhverjum ástæðum að hætta búrekstri, er hann skyldur til að láta alla eignina af hendi til rétthafa óðalserfðanna fyrir mjög lágt endurgjald. Ekki fer á milli mála, að þessar marg'u'slegu hömlur geta við ýmsar aðstæður skapað viðkomandi bændum verulegan vanda og tjón, og einnig beinlínis dregið úr framkvæmdum og uppbyggingu á jörðinni. Það virðist ljóst, að ekki séu lengur nein haldbær rök fyrir því að leggja þessar kvaðir á eðlilegan rekstur og viðskipti með jarðirnar, og því sé rétt að nema úr gildi þann hluta jarðalaga, sem fjallar um óðalsjarðir, þannig að núverandi óðalsbændur fái sama ráðstöfunarrétt á jörðum sínum samkvæmt lögum og aðrir jarðeigendur. 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.