Heilbrigðismál - 01.12.1991, Page 4

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Page 4
Er hægt að lengja líf og bæta heilsu? iririrTiririr TTTTTlHr TTTTTTT Yfirlit um helstu dánarorsakir er birt í þessu blaði. Fróðlegt er að skoða þessar tölur til að átta sig á því hvort og hvernig hægt er að koma í veg fyrir ótímabær dauðs- föll af völdum sjúkdóma og slysa. Við sumum sjúkdómum er ekki hægt að sporna - við látum skeika að sköpuðu, eins og sagt er. Þeim mun meiri ástæða er til að berjast af öllu afli gegn þáttum sem vitað er að auka líkur á sjúkdómum og slysum. Um það snúast forvarnir. Reykingavarnir eru efstar á blaði. Áætla má að ár hvert látist um 300 íslendingar úr sjúkdómum sem beint eða óbeint má rekja til reykinga, þar af um 140 úr krans- æðasjúkdómum, 95 úr krabba- meini (þar af um 70 úr lungna- krabbameini) og 30 úr lungna- þembu og berkjubólgu. Land- læknir hefur tekið undir það sjónarmið erlendra starfsbræðra sinna að sú aðgerð sem hefði mest áhrif til að bæta heilsufar fólks sé að draga sem allra mest úr reyk- ingum. Vissulega hefur dregið úr reykingum á síðustu árum en gera mætti mun betur, einkum ef stjórnvöld tækju á málinu af fullri einurð. Það er til dæmis staðreynd að hátt verð er ein vænlegasta leið- in til að draga úr sölu á tóbaki. Reynsla annarra þjóða bendir til þess að 10% hækkun á tóbaksverði leiði til 5% minni sölu. Með því að stíga eitt slíkt skref á ári færi hlut- fall reykingamanna í þjóðfélaginu úr 30%, eins og nú er, niður í 20% um næstu aldamót. Með öðrum aðgerðum, svo sem öflugri fræðslu, mætti ná enn meiri ár- angri - og veitir ekki af. Holl fæða skiptir miklu máli. Manneldisráð mæltist til þess fyrir fimm árum að neysla á grænmeti, ávöxtum, trefjaríku korni og fiski yrði aukin en dregið úr neyslu á fitu, sykri og salti. Alþingi hefur tekið undir sjónarmið ráðsins en fátt annað hefur verið gert í málun- um. Verðstýring gæti hér, eins og í reykingavörnum, komið að gagni. Hvaða vit er í því að léttmjólk sé seld á sama verði og fituríkari nýmjólk? Hvað rök eru fyrir því að hafa 30% aðflutningsgjöld á fersku grænmeti? Þannig mætti spyrja áfram. Fagna ber því að Hjarta- vernd og Krabbameinsfélagið hafa nýlega tekið upp samstarf við Manneldisráð um fræðslu um holla fæðu, enda gilda sömu ráð- leggingar tíl varnar báðum þessum sjúkdómaflokkum. Sérstaklega er brýnt að benda fólki á það sem er hollt - en einnig gott. Slysavarnir hafa skilað miklum árangri á undanförnum áratugum. Ef dánartíðni áranna 1946-50 hefði haldist óbreytt hefðu á fjórða þús- und fleiri íslendingar látist af slys- förum en raunin hefur orðið. Hins vegar viljum við ekki viðurkenna að nútíma lífshættir hraða og spennu krefjist hátt í hundrað mannslífa á ári f slysum. Það hlýtur að vera hægt að ná enn lengra í slysavörnum, bæði til lands og sjávar. Sennilega væri ár- angursríkast til að fækka umferðar- slysum að lækka hámarkshraða. Aðrar aðgerðir koma einnig að gagni svo sem bætt ökukennsla og hertar kröfur um ökuhæfni svo og aukin notkun bílbelta og reiðhjóla- hjálma. Sjóslys hafa mildð verið til umræðu og líklegt er að viðbúnað- ur verði bættur. En það þarf einnig að reyna að koma í veg fyrir þau, meðal annars með skipulegri fræðslu. Varnir gegn slysum í heimahúsum, á vinnustöðum og víðar mætti einnig bæta. Sjálfsvíg ungs fólks voru í haust rædd á Kirkjuþingi og Alþingi. Væntanlega verður leitað leiða til að koma í veg fyrir að fólk á öllum aldri grípi til þessa örþrifaráðs sem, eins og fram kom í síðasta tölublaði, leysir aldrei neinn vanda. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um aðgerðir tíl að lengja líf og bæta heilsu þjóðarinn- ar. Þörf er á því að auka fræðslu um heilbrigða lífshætti en sú fræðsla má ekki vera þannig fram sett að hún skapi óþarfa ótta við sjúkdóma. Minna má á það sem Gunnlaugur Claessen læknir sagði fyrir rúmlega fjörutíu árum: „Sjúk- dómarnir og dánarorsakirnar eru svo margvíslegar að menn hitta sjaldan á að kvíða því sem þeir síð- ar verða fyrir." Jónas Ragnarsson, ritstjóri. 4 HEILBRIGÐISMAL 4/1991

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.