Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.12.1991, Blaðsíða 18
HHILBRIGÐISMAL / Ljósmj'ndarii Draumar - eðli þeirra og tilgangur Grein eftir Helga Kristbjarnarson Draumar tilheyra þeim hluta til- verunnar sem er okkur flestum að verulegu leyti hulinn. Þrátt fyrir að menn hafi lengi velt fyrir sér eðli og uppruna drauma er fátt vitað með vissu um þetta efni. Að dreyma Draumar eru meðvitundar- ástand í svefni. Annars vegar eru þeir straumur tiifinninga og hins vegar atburðarás sem fólk skynjar og sér fyrir sér. Myndin er skynjuð í lit og líkist raunveruleikanum. Þeir sem eru fæddir blindir upplifa tilfinningar og atburðarás þótt hugtakið „mynd" hafi ekki merk- ingu fyrir þá. Draumar með atburðarás eru lík- lega einkum á því stigi svefns sem einkennist af hröðum, óregluleg- um heilabylgjum, algjörri vöðva- slökun og greinilegum, tiltölulega hröðum augnhreyfingum (REM- svefn). Á öðrum skeiðum svefns virðist sem á sveimi séu í meðvit- undinni tilfinningar sem stundum geta verið hlaðnar merkingu svo sem óhugnaðartilfinning, gleði eða hræðsla en ekki virðist fylgja þess- um draumum neinn ákveðinn söguþráður. Svo virðist sem fyrstu draumskeiðin á nóttunni séu að jafnaði ruglingslegust en draum- arnir fái meiri söguþráð eftir því sem líður á nóttina. Draumsvefn kemur með reglu- legu millibili á um það bil 90 mín- útna fresti á næturnar og stendur mislengi, allt frá nokkrum mfnút- um upp í hálfa klukkustund. Þessi draumsvefnskeið eru styst í byrjun nætur en lengjast er líður á nótt- ina. Ef fólk er vakið eftir lok slíks draumaskeiðs getur það venjulega rifjað upp söguþráð draums sem fylgir þó oftast ekki venjulegum lögmálum um tíma og rúm. Á síðustu öld, fyrir daga nútíma svefnrannsókna, kom fram sú kenning að draumurinn myndaðist á andartaki þar sem langur draum- ur gæti orðið til á sekúndubroti í huganum. Þvf til sönnunar var bent á hvernig utanaðkomandi áreiti sem vekja mann upp, til dæmis vekjaraklukka, geta sam- tvinnast löngum draumi og orðið eðlilegur hluti draumsins. Nú hef- ur verið sýnt fram á að lengd draums er háð lengd draumsvefn- skeiðs. Viðbrögð fólks þegar það vaknar virðast skýra hvers vegna sumir muna drauma sína en aðrir ekki. Það virðist vera mögulegt að þjálfa hæfileika til að muna drauma og sumir telja að hægt sé að þjálfa sig til að hafa ákveðna stjórn á draum- um sínum. Margir halda því fram að þeir geti að minnsta kosti haldið áfram með söguþráð draums með viljastyrk ef þeir hafa verið vaktir upp af skemmtilegum draumi sem þeir ekki vilja missa af. Til er nokkuð sem nefnist gegn- sær draumur (lucid dreaming). I 18 HEILBRIGÐISMÁL 4/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.