Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 7
Tómas Jói Viðunandi staða í reykingamálum ísland er í hópi þeirra þjóða heims þar sem minnst er um reykingar meðal karla. Innan við þrjátíu af hundraði full- orðinna karla reykja í Svíþjóð, í Finnlandi, í Kanada, á íslandi, á Nýja-Sjálandi og í Banda- ríkjunum. Víðast hvar er hlutfallið milli þrjátíu og fjörutíu af hundraði en hæst í Japan (um 60%) á Spáni (um 50%) og í Danmörku (um 45%). Innan við þrjátíu af hundraði íslenkra kvenna á fullorðinsaldri reykja. Það er svipað ástand eins og í mörgum öðrum löndum. Mun meira er þó reykt í Danmörku (tæplega 40%) en mun minna í Portúgal (5%) og Japan (14%). í nokkrum löndum reykja um tutt- ugu af hundraði full- orðinna kvenna, til dæm- is í Finnlandi, í Þýska- landi, í Frakklandi, í Austurríki, á Ítalíu og á Spáni. Hverjum treystir þú fyrir heilsu þinni? í byrjun febrúar sendi Félag ofnæmis- og ónæmislækna frá sér at- hugasemd vegna um- ræðna í fjölmiðlum um skaðleg áhrif rafsegul- sviðs og lausnir leik- manna á heilsufarslegum vandamálum sem því eru tengd. í athugasemd- inni segir: „Heilbrigðis- stéttir hafa flestar há- skólamenntun að baki og verða að sanna þekkingu sína og menntun áður en þær fá starfsréttindi. Þannig hafa læknar t.d. lokið námi og starfsþjálf- un í 12-15 ár frá stúdents- I prófi áður en þeir öðlast Þetta merki hefur nú verið sett upp við inn- ganga á Landspítalanum og öðrum stofnunum Ríkisspítala. Ástæða fyr- ir því að farsímar eru bannaðir er sú að notk- un þeirra getur truflað viðkvæm og flókin tæki, sem eru á heilbrigðis- stofnunum. rétt til að kalla sig sér- fræðinga. . . . Það getur því ekki verið trúverðugt þegar Pétur eða Páll breytast, að því er virðist á einni nóttu, úr loft- skeytamanni eða sjúkra- nuddara, svo dæmi séu tekin, í heilsuráðgjafa, sem látast kunna skil á hinum ólíkustu þáttum læknisfræðinnar, af hyggjuviti einu sam- an. . . . Það vekur furðu hversu margir eru til- búnir til að treysta slík- um mönnum fyrir heilsu sinni, þegar þeir hinir sömu myndu ekki stíga upp í flugvél, nema að tryggt væri að sá sem henni flygi, kynni til verka og hefði staðist próf og kröfur." Síðar í athugasemd Fé- lags ofnæmis- og ónæm- islækna segir: „Aðferðir fagfólks byggjast á öguð- um og þjálfuðum vinnu- brögðum og ef farið er út fyrir svið viðurkenndrar þekkingar, eða kannaðir nýir möguleikar, verður ávallt að nota aðferðir sem gera mögulegt gagn- rýnið mat á niðurstöðum eða árangri. Annað er kukl. Það er einkenni kuklara að hafa ævinlega ráð við öllum vandamál- um og þeir eru vanalega í þann veginn að hefja rannsóknir með þekktum erlendum vísindamönn- um, þegar við þá er rætt í fjölmiðlum. Það vefst heldur ekki fyrir þeim að finna einstaklinga sem eru reiðubúnir til að vitna þeim í vil, en allir hinir, sem ekki hafa látið blekkjast, vilja gleymast." Sex sinnum þrí- burar sama árið Þríburafæðingar hafa þótt tíðindum sæta. Lengi vel fæddust þrí- burar að jafnaði annað hvert ár hér á landi, en eftir að glasafrjóvganir komu til sögunnar hafa fjölburafæðingar aukist. Arin 1992 og 1993 voru fjórar þríburafæðingar hvort ár og sex á síðasta ári, sem er met. Tvíbura- fæðingar hafa aldrei ver- ið fleiri en í fyrra eða 78 á öllu landinu, sam- kvæmt upplýsingum frá fæðingaskrá kvenna- deildar Landspítalans. Um fjórðung tvíburafæð- inganna og helming þrí- burafæðinganna má rekja til glasafrjóvgana, en notkun frjósemislyfja á hér einnig hlut að máli að sögn Reynis Tómasar Geirssonar prófessors. Dýrt að lifa Könnun sem gerð var í Verzlunarskóla Islands í byrjun ársins sýndi að 17% nemenda reyktu daglega, 4% stöku sinn- un en heil 17% „aðeins undir áhrifum áfengis". Þetta er enn ein staðfest- ingin á tengslum áfengis- neyslu og reykinga. Könnunin sýndi einnig sterkt samband milli reykinga og mikillar drykkju annars vegar og lágra einkunna hins veg- ar. Minna er um reyking- ar í Verzlunarskólanum en mörgum öðrum fram- haldsskólum. Engu að síður eyða reykinga- menn skólans tíma sem samsvarar 142 kennslu- stundum á dag í reyk- ingar, samkvæmt út- reikningum sem birtir eru í Verzlunarskólablað- inu, og um níu millj- ónum króna á ári í reyk- ingar. En það er margt annað sem framhalds- skólanemendur eyða peningum í, til dæmis verja nemendur Verzlun- arskólas einni milljón króna á ári í bíóferðir og fimm milljónum í ljósa- tíma. HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.