Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 33
því í Noregi er kostnaður við hús-
næði oftast minni en hér á íslandi.
Þær stöðvar sem skoðaðar voru
deila alltaf húsnæði með öðrum og
hafa sameiginlega kaffistofu, bóka-
safn, fundarherbergi o.fl.
Niðurstöður þessarar könnunar á
heilsugæslustöðvunum í Norður-
Noregi má draga saman í nokkra
punkta:
• Almenn heilsugæsluþjónusta
virðist vera svipuð því sem gengur
og gerist á sambærilegum stöðum
hér á landi. Aðgangur sjúklinga að
læknum er takmarkaðri en hér á
landi þar sem almenn móttaka er
yfirleitt ekki starfrækt nema tvo til
þrjá daga í viku. Ef um bráðatilfelli
er að ræða, er aðgangur hins vegar
svipaður í báðum löndum.
• Vaktþjónusta utan skrifstofutíma
er sums staðar mjög góð, en annars
staðar léleg. A einum stað er vakt-
læknir svo langt undan að naumast
verður talið forsvaranlegt.
• Flutningur sjúklinga. Þyrluþjón-
usta í Norður-Noregi er mjög öflug
og veitir mikið öryggi, en þegar
sunnar dregur eru flugvélar minna
notaðar og sums staðar er mjög
tímafrekt að koma sjúklingum á
sjúkrahús.
• Kostnaður við heilsugæslu er
mikill, miðað við sparnaðaraðgerð-
ir undanfarinna ára í Noregi. Skýr-
ist þetta meðal annars af hærri
launum starfsfólks en við þekkjum
hér á landi.
• Áberandi munur er milli land-
anna á húsnæði undir heilsugæslu.
Hér á landi er húsnæðið yfirleitt
rýmra og reyndar einnig nýrra. I
Noregi virðist þó vera tilhneiging
til að byggja stærra húsnæði undir
heilsugæslu en áður var.
Almennt má segja að skipulag
heilsugæslu í einangruðum byggð-
um á Islandi virðist vera sambæri-
legt eða betra en í áðurnefndum
byggðum í Norður-Noregi. Hér eru
gerðar miklar kröfur um aðgang
fólks að læknum, um vaktþjónustu,
sjúkraflutninga og húsnæði. í við-
tölum við lækna og sveitarstjórnar-
menn í Noregi kom greinilega fram
að öryggisþátturinn þótti einn mik-
ilvægasti hluti þjónustunnar. Hvort
bíða þurfi tvo eða þrjá daga eftir
venjulegum viðtalstíma hjá lækni
skiptir minna máli í þeirra augum.
Með góðri vaktþjónustu og örugg-
um sjúkraflutningum er tryggt eitt
af mikilvægustu hlutverkum
heilsugæslu á einangruðum stöð-
um, en það er að veita íbúunum
nauðsynlega öryggiskennd. Fnginn
á að þurfa að óttast að fá ekki rétta
meðferð ef slys eða skyndilegan
sjúkdóm ber að höndum.
Hallgrímur Magnússon læknir er
sérfræðingur í geðlækningum en starf-
ar sem heilsugæslulæknir í Grundar-
firði. Hallgrímur hefur áður skrifað í
Heilbrigðismál (3-4 tbl. 1994) um elli-
glöp.
arfélögum er hjúkrunarfræðingur á
vakt ásamt lækni allan sólarhring-
inn. Getur læknirinn þá kallað
hann sér til aðstoðar, en auk þess
nær hjúkrunarvaktin yfir vandamál
tengd heimahjúkrun.
Kostnaður við rekstur norsku
heilsugæslustöðvanna er mjög mis-
munandi eftir sveitarfélögum og er
munurinn fyrst og fremst fólginn í
kostnaði við vaktþjónustu. Því lé-
legri sem vaktþjónustan er, þeim
mun minni er launakostnaðurinn.
Sé kostnaður við einmennings-
heilsugæslustöðvar £ Norður-Nor-
egi borinn saman við kostnað af
þessari þjónustu á íslandi kemur í
ljós að íslensku stöðvarnar eru mun
ódýrari í rekstri, aðallega vegna
þess að laun heilbrigðisstarfs-
manna eru talsvert hærri í Noregi
en hér. Munurinn er þó að öllum
líkindum heldur minni en virðist,
HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 33