Heilbrigðismál - 01.03.1995, Qupperneq 27

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Qupperneq 27
Jóhannes Long Heilasköddun í fæðingu Sjaldan vegna mistaka lækna eða ljósmæðra Grein eftir Jón Hilmar Alfreðsson Bótakröfur með tilheyrandi mála- rekstri vegna meintra mistaka lækna hafa aukist mjög á Norður- löndum og víða í Vestur-Evrópu og spyrja má hvort stefni í sama hér á landi. Þetta er varhugaverð þróun í heilbrigðismálum, sem talsvert er til umræðu. Til þess að sá sem verður fyrir miska og heilsutjóni við læknisað- gerð fái fullar bætur þarf að sýna fram á að lækninum hafi orðið á mistök vegna gáleysis eða kunn- áttuleysis. Þannig spyrðast saman tvö mál, annars vegar spurning um bótarétt þolanda tjóns og hins veg- ar um bótaskyldu læknis. En það er fleira sem rétt er að at- huga. Leið málaferla getur verið af- ar dýr og er oft kostuð af almanna- fé, með einum hætti eða öðrum, og peningar teknir frá brýnum þörf- um. Reynt hefur verið að ná sparn- aði með samningum milli aðila í einstökum málum, en þá er hætt .við að gengið sé á lagið og matið verði handahófskennt og ekki £ samræmi frá einu tilfelli til annars. Ein leið út úr þessum vanda er að setja meginreglur um einstaka málaflokka, t.d. fæðingarslys, og ættu þær að duga til að leysa úr málum fljótt og réttlátlega. Enn einn annmarki málsókna eru hin neikvæðu áhrif á læknisþjón- ustuna. Aukning verður á óþarfa rannsóknum og kostnaðarsömum og hættulegum aðgerðum fjölgar, t.d. keisaraskurðum. Jafnframt verður erfitt að fá hæft fólk til starfa við hin áhættusamari læknis- störf. Loks þykir sýnt að leið mál- sókna hafi lítil sem engin fyrir- byggjandi áhrif til að draga úr mis- tökum lækna í starfi. Hér er ekki ætlunin að ræða bótaskyldu lækna almennt, heldur taka fyrir einn flokk kærumála, en það er meint heilasköddun í fæð- ingu. Ástæðan er sú að á síðustu fimm árum eða svo hafa viðhorf gjörbreyst til þessara tilvika, eink- um hvaða varðar orsakir sköddun- arinnar. Það er mikilvægt að kynna þessi viðhorf sem víðast og ekki einungis þeim, er málið varðar á einhvern hátt. I þorra þeirra tilfella sem hér um ræðir eru málsatvik með þeim hætti að skömmu eftir fæðingu fer barn að sýna einkenni sem stafa frá hreyfistöðvum heilans, krampa og síðar lömun (cerebral palsy, CP). Þegar fram líða stundir geta einnig Ár hvert fæðast á fimmta þúsund böm hér á landi. Langflest þeirra eru alheilbrigð en þó eru fimm til tíu með svonefnda meðfædda heilasköddun. Orsakirnar eru margvíslegar og oft ekki ljósar en ekki er alltaf hægt að kenna um aðgerðum eða aðgerðaleysi í fæð- ingunni. komið fram merki um andlega þroskastöðnun. Löngu er vitað að súrefnisskortur í fæðingu getur valdið þessum skaða, en bent skal á að andleg þroskastöðnun ein sér án hreyfi- hömlunar er ekki talin stafa af súr- efnisskorti. Á Vesturlöndum er tal- ið að algengi heilasköddunar í fæð- ingu sé um eitt eða tvö tilfelli fyrir hver þúsund fullburða fædd börn, sem svarar til þess að fimm til tíu sködduð börn fæðist hér ár hvert. Út frá vitneskju um súrefnisskort í fæðingu væri eðlilegt að álykta að með því að forða barni frá náttúru- legri fæðingu og gera í staðinn keisaraskurð mætti hindra sködd- un eða að nýfæddu sködduðu barni hefði mátt bjarga með þvi að grípa inn í fæðinguna nokkrum mínútum eða klukkustundum fyrr. Á síðustu tuttugu árum hefur HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 27

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.