Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 30
að greina stökkbreytingar í slíkum sýnum á hraðvirkan hátt og af nægilegri nákvæmni. • Jórunn Erla Eyfjörð og Steinunn Thorlacius: Leit að arfgengum breyt- ingum í líklegu brjóstakrabbameins- geni í íslenskum fjölskyldum. Nýtt brjóstakrabbameinsgen, BRCA2, hefur verið staðsett á lengri armi litnings 13. Breytingar á þessu svæði virðast auka hættu á brjósta- krabbameini í konum og hugsan- lega einnig körlum. Leitað verður að tengslum við þetta litninga- svæði í íslenskum fjölskyldum þar sem brjóstakrabbamein er algengt. • Rósa B. Barkardóttir: Erfðatengsl krabbameins í brjósti og litningasvæðis 13q. Genið BRCAl ræður með- fæddri áhættu á myndun brjósta- krabbameins í um það bil 40% fjöl- skyldna með slíka áhættu. Nýlega tókst að staðsetja annað áhættugen brjóstakrabbameins á litningasvæði 13q 12-13. Þetta svæði verður rann- sakað í fjölskyldum sem hafa ætt- lægt krabbamein í brjóstum. • Sigurður Ingvarsson og Sigur- laug Skírnisdóttir: Úrfellingar á litn- ingi 16q í brjóstakrabbameini. Tap á svonefndri arfblendni í æxlum er yfirleitt talið benda til að viðkom- andi litningasvæði beri æxlisbæli- gen. Metnar verða úrfellingar á litningasvæði 16q og mögnuð ný erfðamörk. Samanburður verður gerður á þessum úrfellingum og þáttum sem hafa áhrif á horfur sjúklinga. Sagt Engin skynsemi Það að reykja lýsir mestu fáfræði, ósjálfstæði, lífsleiða, aumingjaskap, sjálfsvanvirð- ingu og umfram allt óskyn- semi. Blað nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti, nóvember 1994. Kynslóð sem nýtur lífsins Þegar horft er til framtíð- ar sé ég fyrir mér eldra fólkið við byrjun nýrrar ald- ar . . . sem kynslóð sem nýt- ur lífsins í víðtækri merk- ingu, lifir með reisn og nýt- ir rétt sinn til sjálfsákvörð- unar um líf sitt og lífsstíl. Ásgeir Jólmmiesson fo. forsljóri. Sveitarstjórnarmál, 6. tbl. 1994. Sjór og snjór Yfir 100 manns farast af völdum snjóflóða á hverri öld. Næst á eftir sjónum taka snjóflóðin flest manns- líf. Miklu fleiri farast í snjó- flóðum en í jarðskjálftum eða eldgosum. Magnús Már Magnússon snjó- flóðafræðingur. Morgunblaðið, desember 1994. Fíkn í fundi í gamla daga mátti afsaka fjarvistir með orðum eins og „hann er farinn í róður" eða „hún er í heyskap". Læknar lærðu fljótt að láta segja „hann er í aðgerð" eða „hann er að kenna". Nú hefur ekkert af þessu sama afsökunarmátt og funda- seta. Skynsemis- og sparnaðar- sjónarmið mæla með kross- ferð gegn fundum, ráðstefn- um og nefndarsetum. Einar Stefánsson prófessor. Læknablaðið, janúar 1995. ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! 30 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.