Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 31
Heilsugæslustöðvar þar sem einn læknir starfar: Getum við lært af Norðmönnum? Grein eftir Hallgrím Magnússon Svonefndar einmenningsheilsu- gæslustöðvar eru um margt frá- brugðnar stöðvum í stærri héruð- um. Oftast er um að ræða lítil sveit- arfélög, sem eru einangruð frá annarri byggð af landfræðilegum eða veðurfræðilegum ástæðum. Venjulega eru þar einnig færri íbú- ar á hvern lækni en tíðkast í stærri byggðarlögum. Vegna faglegrar einangrunar, stöðugra vakta og ótta við að hafa ekki næg verkefni hefur oft gengið illa að manna þessar stöðvar. Hér kemur einnig til óöryggi í bráðatil- fellum þar sem erfitt eða jafnvel ógerlegt er að senda frá sér sjúkl- inga, sem augljóslega þurfa tafar- lausa meðferð á sjúkrahúsi. Þetta öryggisleysi nær að sjálfsögðu oft- ast til allra íbúa sveitarfélagsins og getur haft óbein áhrif á vöxt þess og viðgang. Kostir þess fyrir lækni að vinna við slíkar aðstæður eru hins vegar margir, en þeirra er ekki eins oft getið. Ef læknir í einmennings- heilsugæslustöð stendur við í tvö til þrjú ár eða lengur fær hann ein- staka yfirsýn yfir heilsu og félags- hætti íbúanna og það nýtist vel í daglegum störfum. Að auki skap- ast oftast gagnkvæm virðing og til- litssemi milli hans og íbúanna, sem gerir starf hans mun auðveldara en ætla mætti. Fólkið tekur eftir bestu getu tillit til fritíma læknisins, en hann er að sínu leyti fljótur til þeg- ar á reynir því oft veit hann fyrir- fram hvar skórinn kreppir. Að auki er alltaf mjög auðvelt að fylgja sjúklingum eftir við þessar aðstæð- ur og þar með fær læknirinn mjög gott yfirlit yfir árangur meðferðar sinnar. í Norður-Noregi eru landshættir að sumu leyti svipaðir íslenskum aðstæðum, einkum hvað snertir veðurlag og dreifingu byggðar. Því þótti höfundi forvihiilegt að athuga hvernig staðið er að heilsugæslu á þessu svæði og gerði sér ferð fyrir rúmum tveim árum til athuga gæði og tilhögun þjónustunnar. Valin voru tíu sveitarfélög í fylkj- unum Nordland og Nord-Trönde- lag þar sem aðeins starfar einn læknir og sveitarfélögin eru ein- angruð frá nágrannabyggðum sín- um. Vegna lélegra samgangna reyndist ekki unnt að heimsækja nema sex af þessum stöðum og tók í sumum tilvikum tvo til þrjá daga að komast fram og til baka. Þetta voru Væröy, Röst, Leka, Fosnes, Röyrvik og Mosvik. Á öllum stöðunum er svipuð þjónusta veitt. Auk venjulegrar heilsugæslu, eins og við þekkjum hana, sinna norskir heilsugæslu- læknar hlutverki heilbrigðisfulltrúa að nokkru leyti. Læknir er þannig kallaður til að meta stöðu nýrra fyrirtækja hvað varðar reglur um heilsuvernd, mengun o.fl. Athyglisvert er að nær alls staðar er sjúkraþjálfari í fullri stöðu, en oftar en ekki skorti talsvert á að hann hefði næg verkefni til að fylla heilan vinnudag. Tannlæknaþjón- usta er alls staðar veitt og í sumum tilfellum er tannlæknir í fullri stöðu í sveitarfélaginu. Elli- og hjúkrun- arheimili er á hverjum stað. Mis- munandi aðferðir eru notaðar við að senda sjúklinga í sjúkrahús og býr fólk við misjafnt öryggi hvað þetta varðar. Auk læknis starfar venjulega einn læknaritari á heilsugæslustöð- inni og einn heilsugæsluhjúkrunar- fræðingur. Læknaritarinn sinnir símavörslu og vélritun en tekur auk þess blóð og sendir í rannsókn- arstofur eða rannsakar það sjálfur. Húsnæði heilsugæslustöðvar er yfirleitt í hluta af stærra húsnæði og er þá oftast um að ræða hjúkr- unarheimili eða sveitarstjórnar- skrifstofur. Víðast hvar er húsnæð- ið frekar lítið og þröngt miðað við það sem tíðkast hér á íslandi, oft ekki mikið meira en 100 fermetrar. Sjúkraþjálfari og tannlæknir hafa að sjálfsögðu einnig hvor sitt her- bergi og séu þau herbergi talin með stækkar rýmið fyrir heilsugæslu upp í 200 fermetra. Stöðin er yfir- leitt miðsvæðis í þéttbýliskjarna sveitarfélagsins. Sumar stöðvarnar hafa yfir að ráða einu rúmi þar sem hægt er að leggja sjúkling inn í einn HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.