Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 8
Erlent Hver sentimetri getur skipt máli Hávöxnu fólki er síður hætt við hjartasjúkdóm- um en þeim sem eru lægri í loftinu. Þetta kom í ljós þegar fylgst var með heilsufari rúmlega tuttugu þúsund banda- rískra lækna (karlmanna) í fimm ár. Hætta á að deyja úr hjartaáfalli var þriðjungi minni í hæsta hluta hópsins (185 senti- metrar eða hærri) en í lægsta hlutanum (170 sentimetrar og lægri). Hver sentimetri í aukinni hæð virtist draga úr hættunni um 1%. American Health, nóvember 1994. Eyrnabólga vegna ofnæmis Foreldrar bama sem fá oft eyrnabólgu ættu að láta kanna hvort börnin eru með ofnæmi. Læknar í Georgetown i Banda- ríkjunum telja að í mörg- um tilvikum megi skýra þráláta eyrnabólgu með ofnæmi fyrir ákveðnum fæðutegundum svo sem mjólk, hveiti, eggjum og hnetum. Health, jamiar-febrúar 1995. Komin tími til að hætta Tíðni krabbameins í brisi hefur verið að auk- ast, það er mjög erfitt viðureignar og lítið hefur verið vitað um orsakir þess. Nú hefur viðamikil rannsókn leitt í ljós að fjórðungur tilfella í Bandaríkjunum stafar af reykingum. Þeir sem reykja eru í tvöfaldri hættu á að fá þetta krabbamein, samanborið við þá sem ekki reykja. Norsk rannsókn bendir til að konur sem reykja verði frekar en karlar fyr- ir barðinu á lungna- krabbameini af völdum reykinga. Hugsanlega hafa krabbameinsvald- andi efni í tóbaksreyk fremur áhrif á erfðaefni kvenna en karla. Þá hefur rannsókn sem gerð var í Melbourne í Astralíu sýnt að rekja má um fjórðung veikinda- fjarvista frá vinnu til áfengis- og tóbaksneyslu. Quit, nóvember 1994. Hreyfing bætir heyrnina Hávaði nútímans hefur skaðleg áhrif á heyrnina. En nú er komið í ljós að þeir sem reyna á sig reglulega, t.d. í þolfimi, verða ekki fyrir eins mik- illi heyrnarskerðingu og aðrir - og geta jafnvel bætt heyrnina. Þetta er að sjálfsögðu háð því að tónlistin á líkamsræktar- stöðvunum sé ekki of hátt stillt! Prevention, febrúar 1995. Áður þótti fínt að verða dökkbrúnn á hörund eins og sýnt er á teikn- ingunni til vinstri, sem er úr þekktri auglýsingu fyrir sólarolíu. En nú eru afleiðingar sóldýrk- unarinnar að koma í ljós: Búist er við að þriðji hver Bandaríkja- maður greinist með húð- krabbamein fyrir 75 ára aldur! Það er því ekki nema von að auglýsing- unni hafi verið breytt, eins og vakin var at- hygli á í tímaritinu Health nú í ársbyrjun. Litla stúlkan er komin með derhúfu og sólgler- augu og er í bol til að verja húðina. Ekki er annað að sjá en liturinn á húðinni sé orðinn mun ljósari en áður, enda er það í sam- ræmi við hina nýju tísku. Einföld fóstur- rannsókn Vísindamenn við læknaskóla í London telja sig geta sagt fyrir um kyn fósturs með blóðrannsókn eftir fimm vikna meðgöngu. Hingað til hefur legvatnsástunga verið gerð í fjórtándu viku til að Ieita að erfða- göllum og hefur þá einn- ig verið hægt að sjá kyn fóstursins. Vonast er til að þessi nýja og einfalda rannsóknaraðferð geti með tímanum auk þess gefið vísbendingu um erfðasjúkdóma og komið í stað legvatnsástungna, sem eru ekki alveg hættulausar. Illustreret Vidensknb, janúar 1995. Gráu hárin hafa sitt að segja Niðurstöður rannsókn- ar sem gerð var í Boston í Bandaríkjunum gefa til kynna að fólki sem orðið er nokkuð mikið gráhært fyrir fertugt sé fjórfalt hættara en öðrum við beinþynningu á efri ár- um. Hægt er að vinna gegn þessum áhrifum á styrk beina með því að huga vel að kalkneyslu og hreyfa sig nóg. Health, janúar-febrúar 1995. 8 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.