Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 29
Tómas Jó Styrkir úr rannsóknasjóðum Krabbameinsfélagsins: Brjóstakrabbamein mikið rannsakað Nýlega var úthlutað tíu styrkjum úr rannsóknasjóðum Krabbameins- félags íslands að heildarupphæð 8,2 milljónir króna. Annars vegar voru veittir þrír styrkir samtals að upphæð 1,5 milljónir króna úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfé- lagsins, og var það í sjöunda sinn sem veitt var úr þeim sjóði. Hins vegar var nú í fimmta sinn úthlutað úr Rannsókna- og tækjasjóði leitar- sviðs Krabbameinsfélagsins, alls sjö styrkjum að fjárhæð 6,7 milljónir króna. Þar með hefur Krabba- meinsfélagið samtals lagt rúmar 36 milljónir króna á síðustu árum til að efla rannsóknir á krabbameini hér á landi. Meirihluti styrkjanna fer til rann- sókna á brjóstakrabbameini, enda er það algengasta krabbameinið hér á landi eins og víða annars staðar. Brjóstakrabbamein er mikið rann- sakað um þessar mundir og Islend- Frá afhendingu styrkja úr rann- sóknasjóðum Krabbameinsfélags- ins. Jón Þorgeir Hallgrímsson for- maður Krabbameinsfélags fs- lands, Eiríkur Jónsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Helga M. Ögmunds- dóttir, Steinunn Thorlacius, Guð- ný Eiríksdóttir, Jórunn Erla Ey- fjörð, Rut Valgarðsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Sólveig Grétarsdóttir og Tryggvi Pálsson formaður stjómar Rannsókna- og tækjasjóðs leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins. ingar eru taldir standa framarlega á því sviði. Styrkir úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins: • Bogi Andersen: Umritun og stjómun frumusérhæfingar. Eitt af megineinkennum krabbameina er ófullkomin frumusérhæfing. Ljóst er að breytingar á erfðaefni manns- ins valda krabbameinsvexti en óljóst hvernig þær hamla frumusér- hæfingu. Líklegt er að æxlisgen og æxlisbæligen hafi áhrif á umritun- arprótein og verður verkun eins slíks próteins rannsökuð. • Eiríkur Jónsson: Krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgst verður með þeim sem greindust með þennan sjúkdóm árið 1983 til þess m.a. að glöggva sig á gangi sjúkdómsins. Leitað verður að áhættuþáttum svo sem arfgengi. • Sólveig Grétarsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð: Erfðafræðileg greining á ættlægu húðkrabbameini. Um 5-10% sortuæxla (melanoma) eru ættlæg. Athugað verður hvort tilhneiging til að mynda slík æxli tengist ákveðnum litningagöllum. Athygl- inni verður meðal annars beint að göllum á litningi 9p og geni sem staðsett er á 9p 21. Styrkir úr Rannsókna- og tækjasjóði leitarsviðs Krabbameinsfélagsins: • Guðný Eiríksdóttir og Sigurður Ingvarsson: Breytingar á litninga- I svæði samhliða krabbameini í brjóstum og víðar. Ákveðið litningasvæði (9p 21-22) verður kortlagt. Brjósta- krabbamein verður rannsakað með tilliti til taps á þessum litningi. Ennfremur verða rannsökuð vefja- sýni úr íslendingum sem greinst hafa með krabbameini í nefkoki og niðurstöðurnar bornar saman við rannsókn á sýnum frá Kína. • Helga M. Ögmundsdóttir: Brjóstakrabbamein og boðefni ónæmis- kerfisins. Á síðustu árum hefur fleygt fram þekkingu á boðefnum ónæmiskerfisins, en það eru efni sem frumur gefa frá sér til sam- skipta sín á milli en einnig til að hafa áhrif á aðrar frumur. Kannað verður hvaða boðefni eru í eðlileg- um brjóstvef og brjóstakrabba- meinsæxlum og athuguð hugsan- leg áhrif á vöxt eða aðra hegðun æxlisins. • Helga M. Ögmundsdóttir og Ingibjörg Pétursdóttir: Ræktun á ill- kynja frumum lir brjóstakrabbameins- æxlum. Svonefndar ferskar ræktir úr æxlum gefa ekki tækifæri til endurtekinna tilrauna. Reynt verð- ur að koma upp langtíma ræktum úr brjóstakrabbameinsæxlum og fylgjast með hve vel tekst að varð- veita einkenni hvers æxlis í rækt með samanburði við frumæxlið. • Jórunn Erla Eyfjörð og Rut Val- garðsdóttir: Breytingar á erfðaefni í stungusýnum úr brjóstaæxlum. Leit- að verður að stökkbreytingum í p53 geni í erfðaefni sem einangrað er úr stungusýnum úr hnútum í brjóstum. Kannað er hvort hægt sé HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.