Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 6
Lovísa Einarsdóttir - Jóhannes Long Innlent Vítaverður akstur Þeir sem valda tjóni í umferðinni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi verða iðulega að bera tjón á sínu eigin farar- tæki bótalaust en auk þess krefjast trygginga- félög oft endurgreiðslu á bótum sem þau hafa greitt öðrum vegna tjóna í slíkum tilvikum. Á síð- asta ári þurftu á annað hundrað tjónvaldar að endurgreiða trygginga- félögum allt að tveimur milljónum króna hver af þessum sökum. í níu af hverjum tíu skiptum höfðu þeir sem ollu tjóni verið ölvaðir við akstur. Æfingar eftir brjóstaaðgerð Konum sem hafa farið í skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameins hefur síðustu sex ár staðið til boða sérstök líkamsrækt undir leiðsögn Lovísu Einarsdóttur íþróttakenn- ara. Frá upphafi hafa æf- ingar farið fram á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þar er aðstaða mjög góð í leik- fimisal og þar er sund- laug og heitir pottar. Vatnsleikfimi í sundlaug Hrafnistu í Hafnarfirði. „Markvissar líkamsæf- ingar, ekki síst vatnsleik- fimi, hafa víðtæk og góð áhrif," segir Lovísa. „Þær draga úr afleiðing- um aðgerðarinnar, þar á meðal þeirri röskun sem verður á starfsemi sog- æðakerfisins og áhrifum lyfjameðferðar sem oft er sársaukafull. Þjálfunin á að auka vellíðan og hjálpa konunni að öðlast góða starfsgetu á nýjan Ieik. Æfingum þarf að haga á þann veg að kon- urnar, hver og ein, reyni á sig eftir getu hverju sinni." Áfram veginn . . . Sextíu milljónum króna verður árlega varið til að auka öryggi í umferð á þjóðvegum landsins, samkvæmt vegaáætlun sem lögð var fram á Al- þingi í vetur. Unnið verð- ur að úrbótum á hættu- legum stöðum, en Vega- gerð ríkisins heldur skrá um öll slys á vegum úti og getur á þann hátt fundið hvar þörfin er mest. Nú eru um 130 þúsund bifreiðar á landinu og er það þrefaldur sá fjöldi sem var fyrir aldarfjórð- ungi. Þjóðvegakerfið er alls um 12300 kílómetrar og á því eru 370 brýr, þar af er þriðjungurinn með ófullnægjandi burð- arþol og meirihluti þeirra er mjórri en sex metrar, en það er talið geta aukið slysahættu. Fer þorramatur vel í fólk? Enda þótt Þorrinn sé liðinn fyrir nokkru er fróðlegt að velta fyrir sér hollustu þess matar sem þá var á borðum. Helsti mælikvarði á hollustu er fita, og ekki bætir úr að hún er að mestu leyti mettuð þegar um kjötaf- urðir er að ræða. Ekki kemur á óvart að af hefð- bundnum þorramat eru súrsaðir bringukollar feit- astir, 38% þeirra eru fita samkvæmt upplýsingum frá fæðudeild Rann- sóknastofnunar landbún- aðarins, magáll er einnig mjög feitur, 37%, þá koma súrsaðir lunda- baggar og hákarl, 30%, síðan soðinn blóðmör, 23%, soðin svið, 22%, og soðin lifrarpylsa, 17%. Sviðasulta er helmingi fituminni en soðin svið. Rétt er að hafa í huga að lifrarpylsa og blóðmör eru járnríkar fæðutegundir. Þeir sem þurfa að tak- marka fituneyslu sína á næsta þorrablóti geta val- ið sér harðfisk, sem er aðeins 5% feitur, súrsaða hrútspunga, 3%, og rófu- stöppu sem er nær fitu- laus. Krabbameins- félagið fær stóran arf Anna Sveinsdóttir, sem lést í nóvember 1994, rúmlega 93 ára að aldri, arfleiddi Krabbameinsfé- lag íslands að öllum eig- um sínum, samtals 4,2 milljónum króna. Þetta kemur til viðbótar 3,5 milljónum króna sem Anna afhenti Krabba- meinsfélaginu á aðal- fundi félagsins fyrir tæp- um fimm árum. Samtals hefur Anna því lagt nær átta milljónir króna til baráttunnar gegn krabba- meini og kemur það sannarlega að góðum notum við margvísleg viðfangsefni. í frétt frá Krabbameinsfélagi ís- lands segir að stjórn fé- lagsins vilji þakka þann mikla stuðning sem Anna hefur sýnt málefn- um félagsins og votta minningu hennar virð- ingu. Anna Ragnheiður Sveinsdóttir fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu í janúar 1901. Hún var áttunda í röð ellefu systkina en meðal þeirra var Ásmundur Sveinsson myndhöggv- ari. Rúmlega tvítug fór hún til Stokkhólms og síðan til Kaupmanna- hafnar þar sem hún kynnti sér framleiðslu á sælgæti. Hún var síðan lengi verkstjóri í sælgæt- isgerðinni Víkingi og hlaut árið 1973 viður- kenningu frá Félagi ís- lenskra iðnrekenda fyrir meira en fjörutíu ára starf í þágu íslensks iðn- aðar. Síðustu árin dvald- ist Anna Sveinsdóttir á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund í Reykjavík. 6 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.