Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 26
stigi I. Síðan geta þau vaxið gegn- um magavegginn og dreift sér inn- an kviðarholsins og eiga stig II-IV við um þá útbreiðslu. Eitlar sýkjast snemma í ferlinu. Eitlastöðvarnar eru mjög margar og eru horfur háðar því hverjar þeirra eru sýktar. Stigaflokkunin TNM er notuð til ákvörðunar útbreiðslu æxlisins þannig að tekið er tillit til stærðar og staðsetningar í magaveggnum (T: tumour, æxli), til eitla (N: node, eitill) og að lokum til meinvarpa (M: metastasis, meinvarp). Mjög at- hyglisvert er að í Japan finnast hlutfallslega fleiri lágstiga æxli (stig I, 35%) en á Vesturlöndum (18%). A Vesturlöndum og þar á meðal á ís- landi má gera ráð fyrir að við fyrstu greiningu séu um það bil 18% sjúklinga á stigi I, 17% stigi II, 36% á stigi III og 31% stigi IV. Þegar æxlið hefur verið greint í maga er nauðsynlegt að kanna út- breiðslu sjúkdómsins utan magans með röntgenmynd af lungum, óm- skoðun af lifur og jafnvel tölvu- sneiðmyndarannsókn af kviðarholi. Rannsóknir á kviðarholi eru þó fremur ónákvæmar ennþá. Á síð- ustu árum hefur sú tækni rutt sér til rúms að óma í sjálfri aðgerðinni og eykst þá nákvæmnin mjög mik- ið. Einnig er nú mögulegt að óma við kviðarholsspeglun og fá þannig nákvæma stigun. Þannig er hægt að skipuleggja aðgerðir fyrirfram og einnig að hlífa sjúklingum við tilgangslausum skurðaðgerðum ef um útbreiddan sjúkdóm er að ræða. Slíkt sérhannað ómtæki er nú væntanlegt á Landspítalann. Skurðaðgerðir eina ráðið Eina lækningin við magakrabba- meini er skurðaðgerð. Ef æxli er staðbundið í neðri hluta magans er mögulegt að fjarlægja aðeins þann hluta magans en að öðrum kosti hann allan. Ef æxli er í efri hluta magans er nauðsynlegt að fjarlægja hann allan. Nauðsynlegt er að taka tillit til stigs sjúkdómsins þegar ráðist er í aðgerð. Til dæmis er ekki ástæða til að taka allan magann ef ekki er hægt að fjarlægja þá eitla sem eru sýktir. Við stig I eru horfur til lækningar áætlaðar um það bil 50%, við stig II 29%, við stig III13% og við stig IV 3%. Því er afar mikil- vægt að sjúkdómurinn greinist snemma. Krabbameinslyfjameðferð hefur ekki reynst ýkja hjálpleg gegn magakrabbameini en verið er að rannsaka notkun slíkra lyfja sam- hliða skurðaðgerð. Skurðaðgerð miðar að því að losa sjúkling við æxlið úr maganum enda veldur það oft að lokum blæðingu og/eða lokar maganum. Eftir fyrstu greiningu þarf að huga að möguleika á lækningu. Umfang aðgerðar fer þá eftir út- breiðslu sjúkdómsins. Ef mögulegt er að fjarlægja sýktar eitlastöðvar aukast batahorfur verulega. En verði sýktar eitlastöðvar eftir er ekki nein von um lækningu. Þetta hefur leitt til þess að Japanar mæla almennt með mjög umfangsmikl- um skurðaðgerðum strax í upphafi í þeim tilgangi að fjarlægja hugsan- legt æxli í heild. Rannsóknir á þess háttar aðgerðum á Vesturlöndum virðast benda til þess að horfur sjúklinga séu betri því meira sem fjarlægt er af eitlum. Lífshorfur hafa batnað Lífshorfur íslendinga eftir skurð- aðgerð vegna magakrabbameins hafa batnað umtalsvert. Á árunum 1960-79 lifðu að meðaltali um 20 af hundraði sjúklinga í fimm ár eftir aðgerð, en á tímabilinu 1980-89 voru lífshorfur að meðaltali rúm- lega 30 af hundraði. Þess er ekki að vænta að horfur sjúklinga með magakrabbamein batni ýkja mikið á næstunni frá því sem nú er. Ef að- gerðir verða umfangsmeiri er þó ef til vill meiri von um lækningu. Krabbameinslyfjameðferð er í rann- sókn, en kemur trauðla til með að ráða úrslitum. Ef miklar breytingar eiga að verða á horfum sjúklinga verður að finna sjúkdóminn á fyrri stigum. Einkenni eru þó svo óljós í byrjun að beita þarf skipulagðri leit, með magaspeglun, á sérstaka áhættu- hópa. Langvarandi magabólgur geta leitt til magakrabbameins og ættu því slíkir sjúklingar að vera í eftirliti. Sérstakur en sjaldgæfur blóðsjúkdómur sem veldur blóð- leysi (anemia perniciosa) er tengd- ur við aukna tíðni magakrabba- meins og þarf því að fylgjast vel með þeim sjúklingum. Þeir sem hafa sepa í maga eða hafa haft þá eru líklegri en aðrir til að mynda magakrabbamein. Vonir eru bundnar við að frekari rannsóknir á magakrabbameini leiði til aukinnar þekkingar sem nýta má í baráttunni við þennan sjúkdóm sem hefur verið á undan- haldi en er engu að síður enn eitt algengasta krabbamein hjá íslend- ingum. Eins og áður segir er slím- húðarsýking vegna bakteríunnar Helicobacter pylori einn af áhættu- þáttum þessa krabbameins. Með lyfjagjöf er hægt að vinna á bakter- íunni og hugsanlega má á þann hátt forða einhverjum úr hættu á að fá magakrabbamein. ítarefni: Jónas Hallgrímsson: Magakrabbamein í ís- lendingum. Yfirlitsgrein. Læknablaðið 1992; 78: 61-78. Júlíus Sigurjónsson: Manndauði af völdum krabbameins og annarra illkynja æxla. Lækna- blaðið 1954; 38: 129-137. Júlíus Sigurjónsson: Athuganir á tíðni maga- krabbameins. Læknablaðið 1969; 55:117-127. Niels Dungal: Cancer in Iceland. Cancer 1955, 3: 262-271. Þorsteinn Þorsteinsson: Polycyklisk kolvatns- efni í matvælum. Fréttabréf um heilbrigðismál 1966; 14:17-20. Jónas Hallgrímsson er prófessor í meimfræði við læknadeild Háskóla ís- lands. Jónas Magnússon er prófessor í handlæknisfræði við læknadeild Há- skóla íslands. 26 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.