Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 5
Tómas Jór Háskólanám í heilbrigðisgreinum: Færri komast að en vilja Rúmlega fimm hundruð nemendur hófu háskólanám í heilbrigðisgreinum í haust en innan við tvö hundruð fengu að halda áfram eftir áramót, samkvæmt lauslegri könnun. Fjöldatakmarkanir eru í flestum námsbrautum innan læknadeildar Háskóla íslands, svo og í tannlæknadeild, og einnig í hjúkrunar- fræðinámi við Háskólann á Akureyri. Síðustu tíu ár hefurfjöldi þeirra sem komast áfram á fyrsta ári í læknisfræði í læknadeild Háskóla íslands verið takmarkaður. Nú í desember fóru 170 í próf en 33 þeir hæstu fengu að halda áfram námi. Aðeins um þriðjungur þeirra sem komust áfram voru að reyna í fyrsta sinn, aðrir höfðu reynt einu sinni eða tvisvar áður. í námsbraut í hjúkrunarfræði í Há- skóla íslands var fjöldatakmörkun- um nú beitt í annað sinn. Allir sem stóðust próf fengu að halda áfram í fyrra en nú var því ekki að heilsa. Nær 130 þreyttu próf en rúmlega 60 komust áfram þó að fleiri hafi stað- ist öll fimm prófin. Fjöldatakmörkunum hefur verið beitt í fimm ár í námsbraut í sjúkra- þjálfun í Háskóla íslands. Af þeim 94 sem fóru í próf í desember náðu 40 lágmarkseinkunn í öllum próf- um og töldust þannig hafa staðist það en einungis 20 fá að halda áfram. Aðsókn er ekki svo mikil í náms- braut í lyfjafræði lyfsala í Háskóla ís- lands, að takmarka þurfi hana með öðrum hætti en þeim að nemendur sem hefja þar nám verða að hafa lokið stúdentsprófi úr stærðfræði- deild, eðlisfræðideild eða náttúru- fræðideild. Þeir sem ná tilskildum lágmarkseinkunnum í lok fyrsta árs fá að halda áfram. Undanfarin ár hafa verið útskrifaðir tíu til tuttugu nemendur á ári en nú eru rúmlega þrjátíu á fyrsta ári. Tannlæknadeild Háskóla íslands hefur í mörg ár ekki haft aðstöðu nema fyrir sex á hverju námsári og því hefur þurft að vísa nemendum frá eftir fyrstu önn. í haust hófu fimmtán nám en sex eru eftir. Rúmlega fjörutíu hófu nám í haust í hjúkrunarfræði við heilbrigð- isdeild Háskólans á Akureyri en 25 komust áfram. Ekki hefur fyrr þurft að takmarka fjölda nemenda. Um þrjátíu stúdentar hófu nám í haust í meinatækni og röntgentækni við Tækniskóla íslands. Átta fengu að halda áfram í röntgentækna- námi og álíka fjöldi í meinatækna- námi. Helgi Valdimarsson forseti læknadeildar Háskóla Islands segir að fjöldatakmarkanir séu neyðar- brauð. Fjárveitingar til menntamála séu of litlar miðað við ásókn stúd- enta í háskólanám í heilbrigðis- greinum en einnig komi til skortur á aðstöðu til verklegrar kennslu, einkum í lyflækningum. Hins veg- ar sé það misskilningur að heil- brigðisstéttir hafi hvatt til slíkra takmarkana í því skyni að vernda atvinnuhagsmuni sína. Búast má við því að fjöldatak- markanir verði að mestu óbreyttar á næsta skólaári. Svo að enn um sinn komast færri að en vilja í há- skólanám í heilbrigðisgreinum. Læknanemar sem komust áfram á fyrsta ári hlýða á fyrirlestur í Læknagarði. HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.