Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 9
Bandarískir kvikmynda- leikarar hafa átt mikinn þátt í að útbreiða reyk- ingar með því að reykja í kvikmyndum og koma fram í tóbaksauglýsing- um. Það er kaldhæðni örlaganna að dauða margra þessara leikara má rekja til reykinga. í virtu alþjóðlegu tímariti, Tobacco Control, sem kom út í vetur, eru upp- lýsingar um á fjórða tug leikara, skemmtikrafta og annað frægt fólk sem reykti mikið og saup seyðið af því. Hér eru nokkur dæmi. Steve McQueen lést úr lungnakrabbameini, 50 ára. Michael Landon reykti fjóra pakka af sígarettum á dag og lést úr krabbameini í brisi, 54 ára. Humphrey Bog- art lést úr krabbameini í barka, 57 ára. Buster Keaton reykti fjóra pakka á dag og lést úr lungnaþembu og lungnakrabbameini, 70 ára. Sammy Davis Jr. lést úr krabbameini í brisi, 65 ára. Nat King Cole lést úr lungna- krabbameini, 45 ára. Yul Brynner lést úr lungna- krabbameini, 65 ára. Dezi Amaz lést úr lungnakrabbameini, 69 ára. Betty Grable lést úr lungnakrabbameini, 57 ára. Lee Remick lést úr krabbameini í lungum og nýrum, 56 ára. Það er svo enn meiri kald- hæðni að stofnandi bandaríska tóbaksfyrir- tækisins R. J. Reynolds lést úr krabbameini í munni, vegna þess að hann notaði munntóbak, og sonur hans lést úr lungnaþembu vegna reykinga. Sigur og ósigur Á þessu ári er hálf öld liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Bretar, Bandaríkjamenn og Sovétmenn voru taldir sigurvegarar en leiðtogar þessara þriggja þjóða, Churchill, Roosevelt og Stalín, biðu þó síðar ósig- ur fyrir sama sjúkdómn- um: Þeir létust allir úr heilablóðfalli. American Health, nóvember 1994. Hægt að komast hjá hjartaaðgerð? Lengi vel hefur verið talið að skurðaðgerð sé eina úrlausnin fyrir þá sem eru með þrengingar í kransæðum. Nú hefur verið sýnt fram á að unnt er að hafa áhrif á þessar fitustíflur í æðum með því að fara í megrun, stunda líkamsrækt reglu- lega, draga úr fitu í fæði og taka lyf. Slík breyting á lífsháttum bætir líðan- ina og gerir skurðaðgerð óþarfa í þriðjungi tilvika. Harvard Medical Health Letter, jatiúar 1995. Stórfiskar undir smásjá Markaður fyrir há- karlabrjósk í Bandaríkj- ¥¥ V¥ unum margfaldaðist árið 1993 þegar fréttir bárust frá Kúbu af rannsókn sem sýndi að með neyslu brjósksins væri hægt að bæta horfur krabba- meinssjúklinga. Þegar farið var að skoða rann- sóknina betur komst bandaríska krabbameins- rannsóknastofnunin að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að réttlæta fjárveitingu til frekari rannsókna. Líkur benda þó til að efni í hákarla- brjóski hafi áhrif á frumuvöxt í tilraunum en langt er í land að hægt sé að mæla með neyslu þess. Hins vegar eru vonir bundnar við að í öðrum stórfiski af háfaætt, deplaháf, sé efni sem gæti með tímanum reynst gagnlegt í baráttu við bakteríusýkingar, einkum þær sem hefðbundin lyf vinna ekki á. Harvard Medical Health Letter, fcbrúar 1995. Svefninn langi? Ár hvert eiga svefn- drukknir ökumenn þátt í 50.000 árekstrum og 1.500 banaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum. Koffein getur hresst fólk tíma- bundið en eina ráðið fyr- ir syfjaða ökumenn er að stöðva bílinn og sofna í tuttugu mínútur. Prevention, descmber 1994. Forlagafita? Er óhjákvæmilegt að barn feitra foreldra verði feitt? Niðurstöður rann- sókna við háskólann í Memphis í Bandaríkjun- um benda til þess að svo sé ekki. Enda þótt ætt- gengi geti haft einhver áhrif á holdafar barna og unglinga er orsakanna fremur að leita í orku- ríkri fæðu og of lítilli áreynslu. American Medical News, fébrúar 1995. HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.