Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 14
Sigfús Eymundsson (Þjóðr Landlæknaþættir / Jónas Jónassen 1881-1882 og 1895-1906 Mikill baráttumaður gegn sullaveiki Grein eftir Þórarin Guðnason Af tólfmenningum þeim er lokið hafa ferli sínum sem landlæknar, stuttum eða löngum, settir eða skipaöir, hefur dr. Jónassen þá sér- stöðu að hafa orðið landlæknir tvisvar. Hann var settur haustið 1881 þegar Jón Hjaltalín fékk lausn frá starfi sökum veikinda en rúmu ári síðar tók við embættinu danski læknirinn Schierbeck, sem hvarf svo heim til föðurlandsins eftir tólf ára þjónustu hér og var þá röðin aftur komin að Jónasi Jónassen. Þessi atburðarás er nánar rakin í þætti um Schierbeck í 4. tbl. Heil- brigðismála 1993, en vekja má at- hygli á að nú á þessu ári verður lið- in ein öld frá því Jónas festist í sessi sem landlæknir. Fæddur var hann í Reykjavík 18. ágúst 1840, sonur Þórðar háyfir- dómara Jónassonar og konu hans Soffíu Dorotheu Lynge, kaup- mannsdóttur frá Akureyri. Þórður varð síðar stiptamtmaður í fimm ár og tók við af Trampe greifa, þeim hinum sama og sleit þjóðfundinum 1851 sem frægt er orðið. Mun land- stjórninni ekki hafa þótt vænlegt að íslendingur gegndi því háa emb- ætti til langframa og var Þórður því settur en aldrei skipaður. Jónas útskrifaðist úr Lærða skól- anum 1860, lauk læknisprófi frá Hafnarháskóla 1866, starfaði síðan um hríð á sjúkrahúsum í Kaup- mannahöfn en kom heim á næsta ári og 1868 gerðist hann aðstoðar- kennari Hjaltalíns landlæknis sem þá var farinn að búa stúdenta undir læknispróf, þótt hinn opinberi læknaskóli væri enn ókominn til sögunnar. Jafnframt vann Jónas við sjúkrahúsið í Reykjavík og var sýslulæknir í Kjósar- og Borgar- fjarðarsýslum, en varð svo héraðs- læknir í höfuðstaðnum þegar Hjaltalín lét af því starfi 1873. Jónasi var kappsmál að fræða landslýð um heilbrigðismál og van- heilsu og var sískrifandi þrátt fyrir ærin afskipti af opinberum málum. Hann sat á Alþingi í níu ár samtals og nokkur þeirra einnig í bæjar- stjórn Reykjavíkur. Og þetta var á þeim árum þegar margháttuð læknisstörf hlóðust á hann - hér- aðslæknir í mannmörgu héraði, landlæknir, kennari læknanema og stjórnandi Læknaskólans þegar Hjaltalíns naut ekki lengur við og aftur þegar Schierbeck hvarf úr landi. Af ritstörfum Jónasar mætti margt til nefna en hér verður ein- ungis drepið á það helsta. Hann varði doktorsritgerð við Hafnarhá- skóla 1882 og fjallaði hún um sulla- veiki í ljósi þeirrar reynslu sem ís- lenskir læknar höfðu öðlast. Upp frá því var hann oftast nefndur doktor Jónassen. Aldrei þreyttist hann á að útlista eðli og gang þessa sjúkdóms og brýna fyrir þjóðinni að gera hann landrækan með því að gæta ýtrustu varúðar í um- gengni við hunda og aðgæslu við slátrun búfjár. Hann lætur svo um mælt í lækningabók sinni (1884) að vafalítið sé einn af hverjum sextíu Islendingum sullaveikur eða 1100- 1200 manns á öllu landinu. Rúmum tveim áratugum síðar segir ungur og vaskur læknir, Steingrímur Matthíasson, frá því að rosknu fólki komi saman um að miklu minna beri nú á sullaveiki en áður „þegar næstum mátti sjá á öðru hverju heimili sjúklinga, sem þjáðust af þessum leiða kvilla." Steingrímur þakkar dr. Jónassen öðrum fremur þann árangur sem náðst hafði og telur að hans framlag í baráttunni hafi ómaklega fallið í skuggann af skurðlækningum þeirra sem á eftir honum komu og tóku sullaveikina nýjum tökum. „Lækningabók handa alþýðu á íslandi" varð fljótlega og lengi út- breitt rit sem sjálfsagt þótti að líta í þegar veikindi bar að höndum, ekki síst ef langt var til læknis og samgöngur örðugar. Um sömu mundir sendi Jónas frá sér ritling sem nefndist „Sullaveikin og var- Horft norður eftir Lækjargötu um 1880. Fremst á myndinni er hús sem Jónas Jónassen lét reisa tíu ár- um áður. Sagt er að þar hafi verið hærra til lofts en venjulegt var á þeim tíma. Norðan við íbúðarhús- ið (hægra megin á myndinni) sést fjósið sem nefnt er í greininni. 14 heilbrigðismAl 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.