Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 34
Hallgrímur Einarsson / Minjasafnið á Akureyri Gamalt Að varast það sem skaðlegt er Vér þurfum að hafa mestan hug á því sem fyrirbyggir sóttir og sjúk- dóma, varnar þeim eða gjörir þau óskæðari. Það er nauðsynlegt og gott í alla staði að fá fleiri lækna en mest af öllu ríður á að vekja eftirtekt alþýðu á þeim hlutum sem bæta eða spilla heilsu manna á öllum aldri, kenna að gæta réttrar reglu og varast það sem skaðlegt er. Jón Sigurðsson forseti (f 1811, d. 1879). Ný félagsrit, 1862. Hófsamar kröfur Hamingjusamt og heil- brigt líferni er að miklu leyti fólgið í því að ein- staklingnum takist að stilla persónulegum kröf- um sínum svo í hóf að þær geti samrýmst og valdi ekki árekstrum við aðra menn. Hann verður því að móta og temja hvatir sínar þannig að hann heimti ekki það sér til handa sem ómögulegt er að öðlast og þjóðfélag- ið getur ekki fallist á eða það sem leiðir persónu- lega ógæfu yfir hann. Jóhann Sæmundsson yfirlæknir (f. 1905, d. 1955). Heilbrigt líf, 1944. Hverju á að trúa? Það er góður siður að trúa aldrei nema helm- íngnum af því sem manni er sagt og skifta sér ekki af afgánginum. En fara aldrei eftir öðru en því sem maður segir sér sjálfur. Halldór Laxness rithöfundur (f 1902). Sjálfstætt fólk, 1934-35. Á skurðstofu Akureyrar- spítala, sennilega á þriðja áratug aldarinnar. Steingrímur Matthíasson læknir, Jónas Rafnar læknir og Júlíana Frið- riksdóttir hjúkrunar- kona. Hið tæra loft Veðurfarið og hið tæra loft á íslandi á ekki lítinn þátt í því að gera íslend- inga hrausta, þó að fæða þeirra og lifnaðarhættir kunni stundum að standa hér í vegi. Börn eru til að mynda ekki höfð á brjósti lengur en einn til þrjá daga og síð- an alin á kúamjólk, sem í hörðum árum er blönduð mjöli og vatni . . . Ég held ég megi fullyrða að mataræði íslendinga og lífsvenjur séu ekki vel til fallnar að auka þeim þrótt. Sjaldan ber fyrir augu mann sem er eldri en fimmtíu til sextíu ára, og flestir eru frá miðjum aldri þjáðir af erfiðum og hættulegum sjúkdómum. Uno von Troil biskup (f. 1746, d. 1803). Bréf frá íslandi. Útg. 1961. Aðeins einn íþróttamaður Enginn er hér íþrótta- maður nema kaupmaður Thorlacius sem er hinn mesti skotmaður, skutl- ari, sundmaður; lært hef- ur hann og „gymnastik", skautaferð og lítið eitt á skíði. Jón Guðmundsson prestur (f. 1809, d. 1844). Helgafells- og Bjarnarhafnarsóknir, 1842. Sýslu- og sóknalýsingar. Þótti að skað- lausu mega nota til annars 1863. Á fæðingardag konungs, 6. október, áttu embættismenn og kaup- menn fund með sér og stofnuðu félag til þess að koma hér upp sjúkrahúsi - en slíkt hús var ekkert til hér í bæ. Aðalfor- göngumaður þessa nauð- synjamáls var land- og bæjarfógeti Árni Thor- steinsson. 1866. Efnt var til tom- bóluhalds og söluþings (basars) til ágóða fyrir væntanlegt sjúkrahús; gengust fyrir því sjö af konum bæjarins með stiftamtmannsfrú Olufu Finsen í broddi fylkingar. Einnig var haldið áfram samskotum í sama skyni. Árangur hvorstveggja var svo góður að sjúkra- húsið gat farið að taka á móti sjúklingum um haustið. En vitanlega var í ekki stærri bæ aðsóknin að sjúkrahúsinu ekki meiri en svo að mikið af húsakynnum þótti að skaðlausu mega nota til annars. Þannig var efnt til sjónleika í hinum auðu salarkynnum á neðstu hæð. 1895. Hjálpræðisherinn byrjaði starf sitt hér í október, keypti gamla spítalann við Aðalstræti og vígði hann hátíðlega sem samkomuhús. Jón Helgason biskup (f. 1866, d. 1942). Árbækur Reykjavíkur 1786-1936. Útg. 1941. Tæki til að lifa lífinu Að vísu á langt í land að þekking manna endist til þess að girða jafn ör- ugglega fyrir vanheilindi sem það að barn falli í brunn, en jafnvel þá sjaldan þegar ekkert brestur á þá kunnáttu leggjum vér undarlega oft enga lykkju á leið vora og hreyfum jafnvel ekki litla fingurinn til að tryggja oss þá heilbrigði sem vér höfum ekki fyrr misst en vér fórnum al- eigu vorri og eltum á heimsenda í hæpinni von um að handsama á ný. Góð heilbrigði verður aldrei annað né meira en dýrmætt tæki til að lifa lífinu, og geri menn hana að upphafi, endimarki og inntaki lífs síns, hvað er þeim þá orðið úr lífinu sjálfu? Vilmundur Jónsson landlæknir (f. 1889, d. 1972). Heilbrigt líf, 1944. 34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.