Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 32
Hallgrímur Magnússor Svipmynd frá Röst í Norður-Nor- egi, en það er einn af stöðunum sem fjallað er um í greininni. Heilsugæslustöðin í Leka (mynd- in til vinstri) er í sama húsi og hreppsskrifstofurnar. Parna er einnig félagsmiðstöð. Heilsugæslustöðin í Fosnes (mynd- in til hægri) er í hjúkrunarheimili staðarins. eða tvo daga, en mjög misjafnt er hvernig þetta fyrirkomulag nýtist. Stöðvarnar eru flestar vel búnar tækjum en það vekur eftirtekt að röntgentæki er aðeins notað á ein- um þessara sex staða. Svo virðist sem heilsugæslulæknar í Noregi séu almennt hættir að sinna bein- brotum. Að sögn er skýringin sú að talsvert stór hluti af kvörtunum þeim sem frá sjúklingum berast vegna meintra læknamistaka er vegna beinbrota. Þykir því vissara að gert sé að beinbrotum á sjúkra- húsum þar sem sérfræðingar eru starfandi. Farsími er alls staðar mikið notaður svo og bréfasími til samskipta við lyfjabúðir. Sérstakur sjúkrabíll er óvíða til og eru þá not- aðir leigubílar til sjúkraflutninga eða sjúkrabílar kallaðir til úr ná- grannabyggðunum. Starfshættir heilsugæslustöðva í Noregi eru að nokkru leyti frá- brugðnir því sem gengur og gerist hér á landi. A flestum stöðum þar er læknastofan opin tvo til þrjá daga í viku, en einungis bráðatil- fellum sinnt á öðrum tímum. Þann- ig er þeim verkum sem þola bið safnað saman og þau afgreidd tvisvar til þrisvar í viku. Gefur þetta lækninum svigrúm til nauð- synlegra stjórnunarstarfa og papp- írsvinnu, en hann er yfirmaður heilsugæslustarfsemi og hollustu- verndar eins og áður sagði. Ung- barna- og mæðravernd er í hönd- um hjúkrunarfræðinga í nánu sam- starfi við lækni. Heimahjúkrun er yfirleitt starfrækt í tengslum við hjúkrunar- og elliheimili staðarins. Vaktþjónusta er mjög mismun- andi, allt frá því að vera mjög góð, þar sem læknir er á staðnum allan sólarhringinn, og yfir í það að íbú- arnir þurfi að aka í eina klukku- stund, jafnvel auk ferjusiglingar, ef leita þarf læknis eftir kiukkan 16 á daginn. Flutningur bráðveikra sjúklinga er einnig mjög mismun- andi. A eyjunum í Lófóten, sem liggja 70-80 kílómetra undan landi, eru flestir fluttir með stórum þyrl- um sem geta flogið í svo til hvaða veðri sem er. Annars staðar verður að reiða sig á sjúkrabíl eða leigubíl ásamt ferju, og getur þá verið mjög tímafrekt að koma bráðveikum sjúklingi á sjúkrahús. Þannig búa íbúar þessara byggðarlaga við mjög mismunandi mikið öryggi hvað varðar aðgang að lækni og flutning á sjúkrahús. Þeir læknar sem eru á vakt allan sólarhringinn eiga erfitt með að fá sig lausa í stuttan tíma eins og einn eða tvo daga. Auðveldara er að fá frí í fleiri daga í senn og þá með því að fá aðstoðarlækna næsta sjúkra- húss til að leysa sig af. Á þriggja ára fresti geta læknar sem starfa einir fengið fjögurra mánaða frí á fullum launum. Víðast hvar í litlum einangruð- um sveitarfélögum hafa læknar sjaldnast dvalið lengur en í tvö ár og sum þeirra hafa öðru hvoru ver- ið læknislaus eða haft allt upp í sautján afleysingarlækna yfir árið. Á aðeins einum þessara staða hafði sami læknir verið lengur en þrjú ár. Álíka erfiðleikar eru við að fá hjúkrunarfræðinga. í sumum sveit- 32 heilbrigðismál 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.