Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 19
Hvers eiga sjúk- Sighvatur fær Lvf\alög
lingar að gjalda? kaldar kveöjur samþyk^ á AlþnM?1
^srnsfg . Kraftaverka aö vænta Meinatæknar
,r,^kna eínkra- \rr r ogrikiðsomdu
MMáiaírábráða- hóteltil verðnW?1aSpítaIi
nottoku Landspítala að spara uur byggð ur
eru Hafnarfjörður, Húsavík, Hveragerði og Höfn í
Hornafirði.
• Frá og með sumardeginum fyrsta varð Póstur og
sími reyklaus vinnustaður, einn sá fjölmennasti hér á
landi.
Maí
• Fulltrúar ríkisins og Akureyrarbæjar undirrituðu
samning um byggingu legudeildarálmu við Fjórðungs-
sjúkrahúsið. Þetta verður fjögurra hæða hús, rúmlega
fjögur þúsund fermetrar að stærð og á að vera fjögur ár
í byggingu. Framkvæmdir hófust í júlí.
• Ný lyfjalög voru samþykkt á Alþingi. Létt var höml-
um af lyfsölu og verðlagningu á lyfjum sem seld eru
án lyfseðils. Málið var mjög umdeilt á þingi.
• Júlíus Valsson var skipaður tryggingayfirlæknir. Um-
sækjendur voru átján.
• Fulltrúar áttatíu samtaka og stofnana ehrdu til átaks-
ins „Stöðvum unglingadrykkju".
• Heilbrigðisráðherra samþykkti byggingu D-álmu við
Sjúkrahús Suðurnesja. Kostnaður er áætlaður á fjórða
hundrað milljónir króna.
• Hið nýja Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði
sinn fyrsta kjarasamning við ríkið o. fl. Launahækkun
var síðar sögð hafa verið 5-10%.
• Hjúkrunardeild við dvalarheimilið Lund á Hellu var
formlega tekin í notkun.
• Hollar fitusýrur (omega-3) hafa fundist í lambakjöti
af Fljótsdalshéraði. Þetta kom fram á afmælishátíð heil-
brigðisþjónustu á Héraði.
• Röntgendeild Borgarspítalans var formlega tekin í
notkun eftir endurnýjun sem kostaði um sjötíu millj-
ónir króna.
Júní
• Farið var að láta sjúklinga sem gengust undir aðgerð
á Kvennadeild Landspítalans skrifa undir yfirlýsingu
um að þeir hefðu fengið fullnægjandi upplýsingar um
aðgerðina og hugsanlega fylgikvilla hennar.
• Hótel tók til starfa í húsi Náttúrulækningafélagsins í
Kjarnalundi við Akureyri. Þetta var fyrsta reyklausa
hótelið á landinu.
• Nýr háþrýstisúrefnisklefi var tekinn í notkun á Borg-
arspítalanum, að frumkvæði ítala. Hann leysti af hólmi
eldri og minni klefa.
• Hjúkrunarheimilið Klausturhólar á Kirkjubæjar-
klaustri var vígt.
• Sighvatur Björgvinsson tók á ný við embætti heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra af Guðmundi Árna
Stefánssyni sem hafði gegnt því í eitt ár.
JÚlí
• Lyfjaverslun ríkisins var breytt í hlutafélag, Lyfja-
verslun íslands hf. Helmingur hlutabréfa var seldur á
„/ sjálfu sér eigum við íslendingar við fólksfjölgun-
arvandamál að etja eins og aðrir á tímum atvinnu-
leysis og minnkandi porskgengdar. Því er nauðsyn-
legt að fólk spyrji á hverju öll pessi börn eigi að
lifa?
Reynir Tómas Geirsson prófessor og forstöðulæknir
Kvennadeildar Landspítalans í viðtali við Lyfjatíðindi í
október.
„Eftir pví sem tíminn líður er ástandið verra og
verra og framhaldið gerir ekki annað en að skerpa
málin pannig að pað á eftir að skapast meiri
neyð."
Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafé-
lags íslands í viðtali við Stöð 2 21. nóvember, þegar
verkfall félagsins hafði staðið í ellefu daga.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 19