Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 25
legar og mikil vinna var greinilega lögð í þær rannsóknir. Niðurstöður hafa því miður ekkert upplýst um slíkt samband og ekkert bendir til þess að vænlegur árangur í leit að orsökum magakrabbameins náist á þann hátt. Ágæt yfirlitsgrein eftir Júlíus Sig- urjónsson um rannsóknir undan- farinna ára á magakrabbameini birtist í Læknablaðinu árið 1969. Þrír helstu áhættuþættir sem nú eru taldir tengjast magakrabba- meini eru slímhúðarsýking vegna bakteríunnar Helicobacter pylori, mikil saltneysla og of lítil neysla ferskra ávaxta og grænmetis. Heli- cobacter pylori er talin vera algeng orsök slímhúðarbólgu í maga og skeifugörn, með eða án sáramynd- unar. Ekki er vitað hversu virk í myndun krabbameina sýking með þessari bakteríu er í íslendingum en útbreiðsla er talin svipuð og í nágrannalöndunum. Um hina tvo áhættuþættina, mikla saltneyslu ís- lendinga annars vegar og litla neyslu ferskra ávaxta og grænmetis hins vegar, hefur lengi verið kunn- ugt eins og áður er getið. Hátt ný- gengi magakrabbameins almennt á Norðurlöndum á fyrri árum hefur verið talið standa í sambandi við skort á fersku grænmeti og ávöxt- um, en hvort tveggja tilheyrir verndandi þáttum gegn æxlis- myndun. Lækkun nýgengis í sömu löndum og, þar á meðal á íslandi á Bættar horfur Hlutfallslegur fjöldi sem er á lífi eftir greiningu magakrabbameins 1980-89 1970-79 1960-69 1 ér 2 ár 3 ár 4 ár 5 { síðari árum, er því talin geta verið tengd vaxandi neyslu þessara fæðutegunda. Mismunandi meingerð Meinafræðileg greining (stað- setning og æxlisgerð) á maga- krabbameini verður áreiðanlegust þegar æxlið hefur verið fjarlægt með magaskurði. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands geymir upplýsingar um 710 karla og 330 konur eða alls 1040 manns sem gengust undir skurðaðgerð með brottnámi magans vegna sjúk- dómsins á árunum 1960-1989 og hægt var að flokka meingerð æxlis- ins hjá. Niðurstöður rannsóknar á þessum hópi fólks eftir Lárus Jón- asson, Jónas Hallgrímsson, Helga Sigvaldason, Guðríði H. Ólafsdótt- ur og Hrafn Tulinius hafa nýlega verið birtar. Æxlin voru flokkuð eft- ir reglum sem kenndar eru við Finnann Pekka Laurén. Laurén flokkunin einskorðast við krabba- mein af þekjuuppruna (carcinoma) og skiptir þeim í tvær aðalmein- gerðir, garnafrumukrabbamein (carcinoma intestinale) og dreif- krabbamein (carcinoma diffusum). Garnafrumukrabbamein einkennist af frekar vel afmörkuðum æxlis- vexti með illkynja, kirtilmyndandi þekjuvef sem meginuppistöðu. Dreifkrabbamein einkennist af illa afmörkuðum æxlisvexti sem vex dreift með ífarandi hætti. Megin- hluta af illkynja þekjufrumuæxlum í maga má flokka á ofangreindan hátt en þau sem ekki er hægt að flokka þannig tilheyra þriðja flokk- inum, óvissri meingerð (indeterm- inate type), sem er aðeins lítill hluti æxlanna. Þau æxli eru annaðhvort blanda af garnafrumukrabbameini og dreifkrabbameini eða eru algjör- lega ósérgreind (carcinoma indif- ferentiatum) samkvæmt myndgerð. Lækkandi nýgengi hjá íslending- um er svipað því sem fundist hefur hjá öðrum þjóðum. Hjá íslenskum körlum er lækkun mest á garna- frumukrabbameini en minni á dreifkrabbameini og hjá konum er lækkun nánast öll á garnafrumu- krabbameini. Niðurstöðurnar eru í samræmi við þær skoðanir manna að garnafrumukrabbamein séu tengd umhverfisþáttum og sérstak- Niels Dungal og Júlíus Sigurjóns- son voru brautryðjendur í rann- sóknum á magakrabbameini hér á landi og hróður þeirra barst víða. lega fæðuþáttum en dreifkrabba- meinin minna eða ekki tengd um- hverfinu og að annað ráði um til- urð þess. Breyttar neysluvenjur okkar Islendinga seinni árin, minni saltneysla og aukin neysla ferskra ávaxta og grænmetis gætu því átt talsverðan þátt í fækkun maga- krabbameina almennt og auk þess í innbyrðis breytingum á hlutföllum vefjagerða æxlanna. Mikilvægt að greina snemma Algengast er að greina æxlið með magaspeglun og sýnistöku. Æxli sem eru eingöngu bundin við slím- húð magans eru sjaldgæf. Mikil- vægt er að greina þau snemma vegna þess að betri horfur eru á lækningu þeirra en stærri æxla. Magakrabbamein er erfitt viður- eignar vegna þess að það veldur fremur óljósum einkennum í upp- hafi og því er sjúkdómurinn oft langt genginn þegar hann er greindur. Einkennin eru næsta lítil í byrjun. Sár myndast í slímhúðinni og úr því getur blætt. Verkir eru þá svipaðir og frá magasári. Á seinni stigum sjúkdómsins getur maginn tæmst illa og veldur það ógleði og uppköstum. Ef æxlið er ofarlega í maganum koma fram kyngingar- örðugleikar. Sjúkdómurinn er flokkaður eftir stærð æxlisins og skipt í stig frá I til IV eftir útbreiðslu. Æxlin vaxa fyrst í slímhúð magans og þau sem eru staðbundin þar eru talin vera á HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.