Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 22
sem vekja forvitni og hér er fólk með menntun og þekkingu til þess að kljást við þau. Jafnframt komum við þá að erfiðri spurningu: Eru þetta ekki viðfangsefni sem bjóðast líka annars staðar? Þegar svona er spurt erum við byrjuð að rugla saman hugtökunum hvers vegna og til hvers. Ef tilgangur rannsókna er sá fyrst og fremst að skila sem mestum niðurstöðum á sem skemmstum tíma hljótum við að viðurkenna að Island á ekki mikla möguleika á að komast á verð- launapall í slíkum Ólympíuleikum. En rétt eins og íslendingar hafa unnið til verðlauna á Ólympíuleik- um geta þeir og hafa skilað árangri í heimi vísindanna svo að eftir er tekið. Samlíkingin við íþróttirnar nær reyndar lengra í þeim skilningi að það skiptir máli að vera með á alþjóðlegum vettvangi en það þýðir heldur ekkert nema að hafa burði til þess. Spurningin um tilgang rann- sókna verður óneitanlega sérlega áleitin þegar viðfangsefnið er sjúk- dómur sem hrjáir marga og vekur ugg. Því kemst maður ekki hjá því að spyrja beint: Geta íslendingar lagt eitthvað af mörkum, sem máli skiptir, til þeirra rannsókna? Ég hlýt að svara því játandi, enda hefði ég ekki annars verið að vinna við rannsóknir á þessu sviði und- anfarin sjö ár. En ég hef oft fyllst efasemdum. Fljótlegt svar, sem oft er gripið til, er að vísa til þes að ís- land er kjörinn leikvöllur fyrir far- aldsfræðinga og má benda á merki- legar rannsóknir á ættgengi brjósta- krabbmeins og ættartengslum á milli krabbameins í brjóstum og blöðruhálskirtli. Sjúkdómarann- sóknir á íslandi fara einmitt mjög oft út í ættfræði og eru núna komn- ar á svið sameindaerfðafræði með góðum árangri. En við megum gæta okkar á því að halda að ætt- fræðiþekking og aðgangur að fólki og sýnum skapi íslendingum ein- stök tækifæri sem hvergi finnist annars staðar og nægir að benda þar á umfangsmiklar rannsóknir á Mormónum. Ég trúi því samt að með því að velja verkefni af skynsemi og not- færa okkur vel þá kosti sem lítið þjóðfélag og nábýli fólks veitir okk- ur, svo sem greiðan aðgang að sýn- um, samvinnuvilja og góðar upp- lýsingar - og með því að vinna af alúð og vandvirkni getum við lagt okkar lóð á vogarskál krabbameins- rannsókna í heiminum. Til þess þurfum við tækjabúnað, fúsar hendur og rekstrarfé. En þá kemur því miður að því sem greinir að íþróttir og vísindi á íslandi og það eru peningar. Það væri óskandi að unnt yrði að veita peningum til myndarlegrar uppbyggingar á krabbameinsrann- sóknum á íslandi. Þá gætum við nýtt vel þau góðu viðfangsefni sem finnast og boðið íslenskum vísinda- mönnum, þar á meðal þeim sem eru við framhaldsnám og störf er- lendis, mannsæmandi aðstöðu til krabbameinsrannsókna á íslandi. Helga M. Ögynundsdóttir læknir, Ph. D., er sérfræðingur í ónæmisfræði. Hún erforstöðumaður Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði og dósent við læknadeild Háskóla íslands. Þessi grein er að mestu leyti samhljóða grein úr Kím- blaðinu, blaði líffræðinema við Háskóla íslands. Helga hefur áður skrifað í Heilbrigðismál m.a. 1-2/1994 (ásamt Elínu Ólafsdóttur) um æxlisvísa. 22 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.