Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 18
Ólafur Þórðarson (Vikublaðið) Annáll íslenskra heilbrigðismála árið 1994: Löng verkföll heilbrigðisstétta og breytingar samþykktar á lyfsölu Janúar • Deilt var um skipun formanns stjórnarnefndar Ríkis- spítala og formanns stjórnar Hollustuverndar ríkisins. • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað 15. janúar með sameiningu Hjúkrunarfélags Islands og Fé- lags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. • Kvenfélagið Hringurinn minntist 90 ára afmælis og vakin var athygli á þörf fyrir nýjan barnaspítala. Febrúar • Deild fyrir fólk með Alzheimer sjúkdóm og aðra heilasjúkdóma var opnuð í hjúkrunarheimilinu Eir. • Lagt var fram frumvarp á Alþingi um að áfengi verði merkt með viðvörunum um skaðsemi þess. • Verslunarráð kynnti tillögur um stórfelldan sparnað í heilbrigðisþjónustu. Meðal annars var bent á að spara mætti hálfan milljarð króna á ári með því að láta sjúkl- inga greiða fyrir fæði á sjúkrahúsum. Mars • Afhjúpaður var minningarskjöldur á húsinu nr. 12 við Hverfisgötu í Reykjavík en þar var röntgenstofa Gunnlaugs Claessen, sú fyrsta á landinu. • Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar deildu um verka- skiptingu, vegna ákvæða í frumvarpi til laga um störf sjúkraliða. • Ríkisspítalar sömdu við Reykjavíkurborg um að fá húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur til afnota til að reka þar svipaða starfsemi og áður var. • Landlæknir sendi alþingismönnum o. fl. spurninga- lista um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Sumir tóku það illa upp. • Birt var spá um tíðni krabbameina á Norðurlöndum næstu áratugi. Samkvæmt henni fjölgar nýjum tílfell- um af krabbameini verulega að óbreyttum aðstæðum. • Könnun á kynhegðun ísiendinga sýndi nokkrar breytingar í kjölfar fræðslu um smitleiðir alnæmis. • Heilbrigðisráðuneyti og Tryggingastofnun hófu átak til að kynna merkingar á lyfseðlum en með vali á svo- nefndum samheitalyfjum í stað sérlyfja var vænst mik- ils sparnaðar. Apríl • Meinatæknar fóru í verkfall 5. apríl. Það stóð í sjö vikur, náði til 230 meinatækna og hafði víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna. Samið var um 6% hækkun launa. • Kynnt var ákvörðun heilbrigðisráðherra um verka- skiptingu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Einn- ig var ákveðið að nýr barnaspítali verði byggður á lóð Landspítalans og tekinn í notkun 1997. • Heilbrigðisráðuneytið og Landlæknisembættið leit- uðu til fjögurra bæjarfélaga um samræmingu forvarn- arstarfs og sérstakar aðgerðir til heilsueflingar. Þetta „Meinatæknar eni svo vanir að vera blankir að þá munar ekkert um að vera skítblankir." Martha Á. Hjálmarsdóttir formaður verkfallsstjórnar Meinatæknafélags íslands í viðtali við DV 2. maí, þegar verkfall félagsins hafði staðið í fjórar vikur. „Við stöndum ekki frammi Jyrir neinni alvarlegri farsótt eða drepsótt afvöldum þessarar bakteríu." Haraldur Briem yfirlæknir í viðtali við DV 27. maí vegna umræðna um streptókokkabakteríu. „Þetta er lífsreynsla sem ég held ég búi að alla ævi. Ég hefði ekki viljað missa afþessu." Sigurður A. Kristinsson læknir í viðtali við Morgun- blaðið 16. október þegar varðskipið Óðinn kom úr Smugunni. 18 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.