Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 15
Sigfús Eymundsson (Þjóðminjasafnið) í minningu Þórarins Guðnasonar Einn af ritfærustu mönnum í læknastétt, Þórarinn Guðnason, lést um miðjan febrúar, rúmlega áttræð- ur. Lesendur Heilbrigðismála hafa undanfarin tvö ár notið fróðlegra þátta hans um íslenska land- lækna og hér birtist enn einn þáttur sem Þórarinn hafði lokið við þegar hann féll skyndilega frá. Sam- starfið við Þórarin var sérstaklega ánægjulegt. Hann vann þessa þætti af mikilli natni, aflaði víða heimilda og kannaði þær rækilega. Ekkert var af- greitt án skoðunar. Þórarinn hafði víðtæka þekk- ingu á sögu læknisfræðinnar en fylgdist einnig með framförum á þessu sviði af áhuga. Eins og fram kom í stuttu viðtali við Þórarin í Heilbrigðismálum fyrir þremur árum hóf hann þýðingar á skólaárum sínum og er óhætt að segja að hann hafi verið mikils metinn á því sviði ekki síður en í ævistarfi sínu, skurðlækningum. Þegar hami lét af störfum fyrir aldurs sakir fékk hann betra tóm til ritstarfa en áður, bæði við að þýða og frumsemja. Hann var gott dæmi um mann sem hafði nóg að sýsla á svonefndum efri árum og hann naut óskertra andlegra krafta til æviloka. Síðasta daginn sem hann lifði lágu leiðir okkar enn saman og við ræddum um daginn og veginn. Eg dáðist að því hve vel hann fylgdist með öllu og hve víðsýnn hann var. Það var mikill heiður að fá að kynnast Þórarni Guðnasyni lækni. Blessuð sé minning hans. Jónas Ragnarsson ritstjóri. úðarreglur gegn henni" og hlaut svo almennar viðtökur að hann var gefinn út að nýju sjö árum síðar. „Um eðli og heilbrigði mannlegs líkama" heitir lítil bók sem hann skrifaði á héraðslæknisárum sínum og er að meginefni þýdd úr þýsku, sambland af líffærafræði og lífeðlis- fræði en krydduð með hollri ráð- gjöf og viðeigandi bollaleggingum. „Barnfóstran. Fyrirsögn handa al- þýðu um rétta meðferð á ungbörn- um" kom 1888 og „Vasakver handa kvenmönnum. Nokkrar bendingar og varúðarreglur um heilsufar kvenna" tíu árum síðar. Fjöldann allan af ritgerðum í blöð og tímarit, íslensk og dönsk, skrifaði hann og þýddi bækur um ljósmóðurfræði og einnig um hjálp í viðlögum. Þá hélt Jónas úti ásamt starfsbræðrum sínum og samkennurum, Guð- mundi Magnússyni og Guðmundi Björnssyni, tímariti um heilbrigðis- mál sem hlaut nafn lækningagyðj- unnar í norrænni goðafræði, Eir. Það kom út árin 1899 og 1900 og var hátt í 200 blaðsíður hvor árgangur. í síðasta hefti Eirar skrifaði Jónas um læknaskipun landsins á 19. öld- inni og getur þess að greinin sé í raun framhald ritgerðar sem hann birti í Tímariti Bókmenntafélagsins tíu árum áður og fjallaði um þessi mál allt frá 1760 þegar Bjarni Páls- son kom til starfa fyrstur land- lækna. Hann kenndi nokkrum pilt- um og útskrifaði fjóra lækna, en eftirmenn hans kenndu fáum og sumir þeirra engum. í Eirargrein- inni segir að sögu læknaskipunar á 19. öld mætti skipta í tvö tímabil, hið fyrra frá 1800 til rúmlega 1860 en síðara eftir það til aldamóta. „Á fyrra tímabilinu fjölgar læknum svo að segja ekki neitt; um 1860 byrjar hér aftur læknakennslan og upp frá því fer að koma skrið á málið . . . Þessi fjölgun læknanna stafar auðvitað fyrst og fremst af al- menningsþörf, en það er innlenda læknakennslan sem gerir fjölgun- ina mögulega . . . Síðan lækna- kennslan byrjaði hjá Hjaltalín (1860) hafa alls tekið próf hjá honum og við læknaskólann 49 læknaefni." Fjórum árum áður en þessi rit- gerð birtist var í Reykjavík haldinn fyrsti formlegi læknafundurinn hér á landi, nánar tiltekið 27.-30. júlí 1896. Aðalhvatamaður og forseti þessa fundar var dr. Jónassen og Við kaffidrykkju á heimili Jónas- ar Jónassen við Lækjargötu, senni- lega fyrir aldamót. Hann er sjálfur lengst til vinstri á myndinni en hægra megin er Bjöm M. Olsen, síðar fyrsti rektor Háskóla Islands. HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.