Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 12
Lifrarbólga Óvænt útbreiðsla meðal fíkniefnaneytenda Grein eftir Harald Briem Fyrir sjö árum var birt grein í þessu tímariti um smitandi lifrar- bólgu (Heilbrigðismál 3/1988). Síð- an hefur þekking manna á þessum sjúkdómi aukist mikið. Því er ástæða til geta aftur um helstu teg- undir lifrarbólgu, hver útbreiðsla þeirra sé, hvaða hætta fylgi þeim og hvernig bregðast megi við þess- um varhugaverða sjúkdómi. Lifrarbólga er sjúkdómur sem getur valdið gulu, langvinnum veikindum og jafnvel dauða. Þekkt- ar eru nokkrar veirur sem valda honum en þær eru lifrarbólguveir- ur A og E, sem smita með saur- menguðum mat og drykk, og lifrar- bólguveirur B, D og C, sem smita með menguðu blóði og stundum með kynmökum. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn vegna þess að hægt er að koma í veg fyrir út- breiðslu hans og hægt að lækna sumar tegundir. Vegna fámennis og einangrunar þjóðarinnar fyrr á öldum er ósenni- legt að lifrarbólga A hafi alltaf ver- Veirur sem valda lifrarbólgu A líta svona út í rafeindasmásjá. ið útbreidd hérlendis. Ætla má að sjúkdómurinn hafi borist til lands- ins endrum og eins á síðustu öld. Framan af þessari öld var lifrar- bólga A, sem kölluð var umferðar- gula (icterus epidemicus), tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda á nánast hverju ári og gekk hún í stórum faröldrum á um það bil tíu ára fresti. Astæðan fyrir því að faraldr- arnir hurfu upp úr miðri öldinni er trúlega stórbætt hreinlæti. A síðustu áratugum hefur því vaxandi hluti íslensku þjóðarinnar orðið næmur fyrir lifrarbólguveiru A. Okkur er því hætta búin ef hreinlætisaðstaða versnar t.d. vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Nær helmingur þeirra íslendinga sem sýkst hafa á undanförnum ár- um af völdum lifrarbólguveiru A, hefur smitast á ferðalögum erlend- is. Venjulega er notuð gammagló- búlín hlíf til að koma í veg fyrir smit af völdum lifrarbólguveiru A. En sú aðferð veitir einungis skammvinna vörn. Síðustu ár hefur verið til bóluefni sem er unnið á sama hátt og mænusóttarbóluefnið sem notað hefur verið hérlendis. Góð mótefnamyndun verður hjá þeim sem eru bólusettir og auka- verkanir eru fáar og litlar. Ætla má að bólusetningin endist í að minnsta kosti áratug. Það er því rétt að ráðleggja íslenskum ferða- mönnum, sem ætia til landa þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur, bólusetningu gegn lifrarbólguveiru A. Mótefnamælingar gegn lifrar- bólguveiru B í mismunandi aldurs- hópum sýna svo ekki verður um villst að hún hefur verið landlæg á íslandi alla þessa öld. Algengi mót- efna er lágt fyrstu tvo áratugi ævi- skeiðsins en upp úr þrítugu er al- gengi mótefna yfir 5% og í eldri aldurshópum hefur það mælst allt að 10%. Skýringar á lágri tíðni smits meðal ungs fólks er trúlega að leita í smitleiðum sjúkdómsins, en hann smitast með blóðblöndun og kyn- mökum. Hærri tíðni í eldri aldurs- hópum bendir til þess að sjúkdóm- urinn hafi fyrr á öldinni stundum verið útbreiddari en nú á dögum. Þótt vitað sé að smit geti borist með blóðgjöf skýrir það naumast út- breiðslu alls smitsins. Á síðustu ár- um hefur gengið á íslandi faraldur lifrarbólgu B meðal fíkniefnaneyt- enda sem sprauta sig, en of snemmt er að spá um áhrif þess faraldurs á samfélagið í heild. Upp- lýsingar frá Rannsóknastofu Há- skólans í veirufræði og Rannsókna- stofu Borgarspítalans sýna að á ár- unum 1989-91 greindust 146 nýsmitaðir einstaklingar með sjúk- dóminn en árin áður höfðu að jafn- aði greinst um 15 á ári. Gagnstætt því sem ætla má með lifrarbólgu A, er trúlegt að lifrar- bólga B hafi alltaf verið til á íslandi. Ástæðan er að lifrarbólga B, sem getur varað allt æviskeið einstakl- ings og verið smitandi allan tím- ann, getur verið landlæg í fámenn- um og einangruðum byggðarlög- um. Talið er að 5-10% þeirra, sem smitast af lifrarbólguveiru B, fái viðvarandi lifrarbólgu og af þeim 12 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.