Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 16
Tómas Jónasson þátttakendur auk hans voru 12 læknar og 3 læknaskólanemar. Margt var rætt og ráð borin saman. Breyting á skipun læknishéraða var ofarlega á baugi og voru fundar- menn á einu máli um að þeim þyrfti að fjölga, en þau munu þá hafa verið 20 talsins fyrir utan 16 aukalæknishéruð; í tvö þeirra að minnsta kosti var aldrei neinn læknir skipaður. Fundarmenn lögðu áherslu á að aukahéruðum yrði sem fyrst breytt í fullgild lækn- ishéruð. (Flér má skjóta inn að skömmu síðar, eða um aldamótin, var læknishéruðum fjölgað í 42 með lögum frá Alþingi.) Annað meginumræðuefni fundarins var spítalaleysið í landinu: Enginn landsspítali, ekkert skýli fyrir holdsveika, ekkert sjúkrahús ætlað geðveikum, engin berklahæli, ekk- ert sóttvarnarhús. Þá var því hreyft að læknar þyrftu að hittast oftar en verið hefði og helst bindast sam- tökum áður langt um liði. - Á því varð þó nokkur bið; Læknafélag Reykjavíkur varð ekki til fyrr en 13 árum síðar og Læknafélag íslands enn seinna eða 1918. Skapferli Jónasar landlæknis er þannig lýst að hann hafi verið glað- lyndur og þýður í viðmóti, skemmtilegur í félagsskap og viljað öllum gott gera. Kona hans var Þórunn Péturs- dóttir (Jónassen), hálfsystir Flann- esar Hafstein. Á skólaárunum bjó Hannes hjá systur sinni og mági og munu þau hafa styrkt hann til laga- námsins í Höfn að loknu stúdents- prófi. Þórunn var dugnaðarkona og starfaði að fleiru utan heimilis en venja var húsmæðra á þeim tímum. Hún var ein þeirra fjögurra sem fyrstar allra kvenna hlutu kosningu til bæjarstjórnar Reykjavíkur árið 1908 og í hópi stofnenda Thorvald- „Oft gengur kvef eftir langvinnan austannæðing" Eins og fram kemur í meðfylgj- andi grein um Jónas Jónassen ritaði hann mikið um heilbrigðismál, gaf út tvær bækur og var í ritstjórn tímaritsins Eir. Hér er sýnishorn af skrifum hans. Allir eigum vér af fremsta megni að kosta kapps um að gæta heilsu vorrar svo vér séum færir um að gegna skyldu vorri, njóta gæða lífsins og vera öðrum til uppbyggingar og nytsemi, en ekki til þyngsla . . . ef vér viljum heilbrigðir vera verður fæðan að vera hin rétta, loptið verður að vera hreint, vér verðum að gæta hreinlætis og hófsemi, vér verð- um að hafa nægilega hreyfing á daginn og nægilegan svefn á nóttunni. Um eðli og lieilbrigði mannlegs líkama, 1879. Það eru fáir sjúkdómar sem eru leiðari en hin svonefnda barnaveiki og er hörmulegt að sjá allar þær þjáningar sem börnin taka út. Það er því eðlilegt að all- ir séu hræddir við barnaveikina, sem oft er svo áköf að hún á fá- um dögum kippir burt einu eða fleirum börnum á heimili. . . . Það er engum vafa undirorpið að sumum börnum er hættara við veikinni en öðrum og að mikið er komið undir eðli barnsins; eins virðist svo sem bæði lofts- og landslag geti haft nokkur áhrif á veikina. Lxkningabók handa alþýöu á íslandi, 1884. Hin almenna orsök til kvefs er ofkæling eða kuldi, einkum snögg umskipti á hita og kulda; þegar maður t.a.m. fer úr heitu húsi út í kalt veður eða þegar kalt er úti og maður býr sig ekki hlýrra en venjulega, þegar maður vöknar í fætur, þegar þeir sem vanalega eru í tvennum sokkum eru í einum o.s.frv. Veðráttufar hefur yfir höfuð mikil áhrif í þessu tilliti og sjáum vér að oft gengur kvef eftir langvinnan austannæðing með þurrviðri. Lrkningabók lianda alþýðu á íslandi, 1884. Náttúran hefir nú búið svo um hnútana að engin fæða er ung- barninu eins holl sem brjósta- mjólkin . . . Þegar kostur er á brjóstamjólkinni ætti hver móðir að telja það helgustu skyldu sína að veita afkvæmi sínu þessa fæðu, sem ekkert annað getur jafnast á við. Eir, febrúar 1899. Það fer ákaflega mikið í vöxt að unglingar reykja tóbak, eink- um á þetta sér stað í kaupstöð- um, og það er enginn efi á því að þessi háskalegi ósiður smám saman berst til sveitanna . . . Þótt sá sem er fullþroskaður þoli að reykja i hófi, án þess að verða meint við, þá er allt öðru máli að gegna með unglinginn, hann stórskemmir heilsu sína á því. . . . Foreldrar og vandamenn ættu því með engu móti að leyfa unglingum að brúka tóbak af hverju tagi sem er, síst að reykja eða taka upp í sig; heilinn og allt taugakerfið veikist, ólag kemst á meltinguna, heilsan smábilar og það er síðar meir oftast ekki hægt að bæta úr því, og er þá illa far- ið. Eir, mnrs 1899. 16 HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 m'miniT*

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.