Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 23
Jóhannes Long Magakrabbamein Var áður algengasta krabbameinið en er nú á undanhaldi vegna breytinga á neysluvenjum Grein eftir Jónas Hallgrímsson og Jónas Magnússon Umhverfisþættir eru nú taldir eiga mikilsverðan þátt í myndun átta til níu af hverjum tíu krabba- meinum í mönnum. Líklegt er að þessir þættir leiði til litninga- skemmda og að á þann hátt breyt- ist eðlilegar frumur í krabbameins- frumur. Allt fram til ársins 1980 var magakrabbamein talið það krabba- mein sem ylli flestum dauðsföllum í heiminum en með stöðugri lækk- un nýgengis þess og jafnframt vax- andi nýgengi lungnakrabbameins er líklegt að það síðarnefnda hafi nú tekið forystuna. Mikill munur á milli þjóða og jafnvel milli þjóðar- hluta og stöðug lækkun síðustu fjóra áratugi er það sem helst ein- kennir faraldsfræði magakrabba- meins og bendir það til þess að um- hverfisþættir, og þá sérstaklega þáttur fæðunnar, séu mikilvægir í myndun æxlisins. Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn krabbameinsvöldum og/eða grein- ing á fyrstu stigum eru taldar væn- legri til árangurs en framfarir í hefðbundinni meðferð gegn krabbameininu á síðari stigum þess. Japanir eru fremstir í heimin- um í greiningu á fyrstu stigum með magaspeglun og hafa þeir náð undraverðum árangri á því sviði og telja að það eigi mikinn þátt í fækk- un dauðsfalla úr magakrabbameini þar í landi. Faraldsfræðilegar rannsóknir á umhverfisþáttum og sérstaklega fæðu geta leitt til markvissra fyrir- byggjandi aðgerða og hefur nokk- uð miðað í rétta átt á því sviði eins og síðar verður vikið að. Tilgreind- ar hafa verið sérstakar fæðutegund- ir og matargerð sem talið er að auki hættu og aðrar sem talið er að minnki hættu á æxlismyndun. Þekkt um aldir í bók sinni „Sóttarfar og sjúk- dómar á íslandi 1400-1800" ritaði Sigurjón Jónsson læknir kafla um krabbamein. Hann taldi enga leið að giska á hversu tíð krabbamein hafi verið hér á landi á þessu tíma- bili. Hafi krabbameins ekki verið getið í annálum að öðru en því að nokkrum sinnum var sagt frá bana- meinum kunnra karla og kvenna sem telja mátti líkur á að hafi verið krabbamein. Gat Sigurjón alls sex- tán frásagna af slíkum meinum. Flestir höfðu meinsemdina í munni, koki eða útvortis en fimm höfðu hana innvortis. Einn þessara fimm manna var Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup (1605-75). Ritaði Sigurjón þar orð- rétt úr ævisögu biskups eftir Torfa Jónsson prófast í Gaulverjabæ: „Af . . . ýmislegum lukkunnar vicissitudinibus & gradibus . . . tók líkamans heilsa smárn saman að veikjast, obstructio & cruditas stomachi að aukast með difficultate egestionis alimenti og svefnbrigð- um, matarnautnin einnig smám saman að þverra." Og til viðbótar er þetta úr bréfi séra Torfa, skömmu eftir lát biskups: „Hann [þ.e. Br. biskup] hefur allt þetta ár og nokkuð lengur um stundir [þ.e. öðru hverju] veikur verið og mjög neyzlugrannur, utan af litlum bjór vörmum og graut þar með, og fór alltjafnt það mein meir og meir í vöxt . . . þar á ofan fékk hann skyrbjúg . . . svo hann mátti endilega [þ.e. að fullu og öllu] leggja sig til sinnar sængur sjálfa Jónsmessu, og síðan veiktist hann meir og meir, verkjalítill nær hann lá kyrr, en hvað sem hann hreyfði sér, var búið við, að yfir hann mundi líða". Samkvæmt sjúkdómslýsingu er líklegast að biskup hafi haft krabbamein í maga. Má því vera að Brynjólfur Sveinsson sé fyrstur ís- lendinga sem skráður hafi verið með magakrabbamein. Lengi hefur verið kunnugt að Neysla á söltuðum og reyktum mat eykur hættu á krabbameini í maga. Hins vegar dregur neysla á grænmeti og ávöxtum úr hætt- unni. HEILBRIGÐISMÁL 1/1995 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.