Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1995, Blaðsíða 21
Tónus Jónasson - Ólympíubókin (Kreer, Da Silva og Vilhjálmur Einarsson í Melboume 1956) Hvers vegna á að stunda krabbameinsrannsóknir á Islandi? Grein eftir Helgu M. Ögmundsdóttur Hvers vegna er verið að stunda krabbameinsrannsóknir á íslandi og hvers vegna á að gera það? Það mætti líka spyrja „til hvers", en spurningarnar hvers vegna og til hvers eru nátengdar, enda rugla börn þeim oft saman. Hugtökin tengjast vegna þess að oftast býr einhver tilgangur að baki mann- legu athæfi og er þá orsakavaldur þess. Þegar kemur að rannsóknar- starfi og vísindum getur verið þægilegra að halda þessum hug- tökum rétt aðgreindum. Svarið við því hvers vegna rannsóknir eru stundaðar er í raun stutt og laggott og felst í einu orði: Forvitni. Af því leiðir svo að mennirnir rannsaka í þeim mæli sem þeir hafa tækifæri til, og rannsóknir og vísindi verða þeim mun veigameiri eftir því sem almenn velmegun eykst í samfélagi og tóm gefst frá beinni lífsbaráttu. Þess vegna er einmitt hvers konar vísindastarfsemi ung á Islandi með nokkrum markverðum undantekn- ingum. Hvaða viðfangsefni verða svo fyrir valinu þegar forvitnin fer að kitla er háð tilviljunum og aðstæð- um þótt stjórnvöld reyni stundum að stýra því vali með tilgangssjón- armið í huga. Á íslandi liggur beint við að rannsaka t.d. jarðhita og ís- lenskar fornbókmenntir. Þá er álíka augljóst hvers vegna önnur við- fangsefni verða útundan á Islandi sökum aðstöðuleysis, svo sem geimvísindi. En hvers vegna þá krabbameins- rannsóknir? Vegna þess að í upp- hafi fóru saman aðstæður eða stað- reyndir og menn sem veittu þeim athygli. Þannig var rannsakað sam- hengið milli hárrar tíðni maga- krabbameins á íslandi og neyslu á reyktum og söltuðum mat. Með fjölgun háskólamenntaðs fólks á ís- landi verður mannlegi þátturinn æ fyrirferðarmeiri við val á viðfangs- efnum til rannsókna. Fólk hefur menntast á einhverju sviði sem hugur þess stóð til, oft erlendis, og reynir síðan að skapa sér aðstæður á íslandi til þess að fást við rann- sóknir á því sviði. Þetta er erfitt en hefur t.d. tekist með miklum ágæt- um í sameindalíffræði. Og þá er ég þar með eiginlega komin að einföldu svari við því, hvers vegna eigi að stunda krabba- meinsrannsóknir á íslandi: Vegna þess að hér bjóðast viðfangsefni HEILBRIGÐISMAL 1/1995 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.