Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 6

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 6
Erlent Ærnar ástæður Nikótín er það efni í tóbaki sem hefur mest áhrif en er langt frá því að vera eina efnið í tóbaksreyk. í reyknum eru 4700 efni og efna- sambönd, þar af eru 43 sem vitað er að geta valdið krabbameini. Sígarettureykingar eiga þátt í myndun fimmtán tegunda krabbameins, auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og eru ein helsta orsök lungna- sjúkdóma. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hér eru nokkrar aðrar ástæð- ur fyrir því að skynsam- legt sé að hætta að reykja: • Reykingamenn eru í meiri hættu en aðrir á að lenda í slysum, bæði í umferðinni og í vinn- unni. • Þeir sem reykja eiga erfiðara með að sofna, hrjóta helmingi meira en hinir reyklausu og þá dreymir verr. • Beinbrot gróa mun hraðar hjá þeim sem reykja ekki. • Reykingar draga úr einbeitingarhæfni og gera menn óþolinmóða og uppstökka. • Karlar sem reykja eiga á hættu á að blóðflæði til kynfæra minnki, en það hefur áhrif á kyn- getu. Scientific Amcrican, maí 1995. Men's Health, júní 1995. Þekktar fyrirsætur og leikkonur eru farnar að auglýsa mjólk í banda- rískum tímaritum þar sem Iman, Lauren Bacall og Christie Brinkley (mynd) eru sýndar með "mjólkurskegg". í texta auglýsinganna er meðal annars vakin athygli á því að í mjólk er kalk sem ungum stúlkum er svo nauðsynlegt til að hindra beinþynningu þegar líður á ævina. Sér- staklega er bent á það í auglýsingunum að fitu- lítil mjólk geri sama gagn og venjuleg mjólk að þessu leyti. Leila Denmark er elsti starfandi læknir í Bandaríkjunum, 97 ára, segir í American Health. Meðan sjúklingarnir halda áfram að koma til hennar segist Leila ekki hafa í hyggju að loka læknastofunni sinni, sem er í 150 ára gömlu húsi. Sumir sjúkling- anna eru barnabörn þeirra sem Leila sinnti á fyrstu starfsárunum. Mikilvægt að halda jafnvægi Öldruðum er hættara en öðrum við að detta. Og það sem verra er að afleiðingarnar eru oft al- varlegar vegna þess að beinin eru ekki eins sterk og hjá þeim sem yngri eru. Nú hefur verið sýnt fram á að með einföldum líkamsæfingum megi draga úr hættu á falli um allt að fjórðung. Banda- rískir læknar segja að leggja beri mesta áherslu á æfingar sem miða að því að þjálfa hina öldr- uðu í því að halda jafn- vægi. American Medical News, maí 1995. Ekta tennur alla ævi Þarf aldrað fólk að vera með falskar tennur? Nei, segja bandarískir tannlæknar. Það er ekkert sjálfgefið að tennur detti úr fólki þegar það verður sjötugt. Tennur losna oft- ast vegna sjúkdóma í tannholdi og má bregðast við því í tíma á einfaldan hátt. Þeir sem hirða tenn- ur sínar vel og fara reglulega til tannlæknis ættu að geta haldið tönn- unum lengur en þeir sem áttu ekki kost á eins góðri tannlæknaþjónustu og nú býðst. American Medical News, maí 1995. Svefninn bætir Þeir sem fá ekki nægan svefn eru næmari en aðr- ir fyrir kvefi og öðrum sjúkdómum. Við stytt- ingu svefntímans um nokkrar klukkustundir dregur úr virkni svo- nefndra drápsfruma ónæmiskerfisins. Því er eins gott að vaka ekki lengi frameftir, nema hægt sé að bæta sér það upp. American Heallli, mars 1995. Men's Health, júní 1995. Gengið við staf Lífeðlisfræðingar í Micigan hafa sýnt fram á að auka megi orku- brennslu í gönguferðum um fjórðung með því að ganga með göngustafi (sem líkjast skíðastöfum). Á þennan hátt reynir meira en annars á efri hluta líkamans. Men's Health, október 1995. 6 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.