Heilbrigðismál - 01.06.1995, Síða 7
Feitar konur
Konur eru sífellt að
berjast við aukakílóin,
einkum vegna þess að
það þykir ekki fínt að
vera of feitur. En nýjar
niðurstöður úr rannsókn
sem gerð var á vegum
Harvardháskóla sýna að
jafnvel fá aukakíló geta
verið hættuleg heilsunni.
Þær konur sem bæta á
sig 5-10 kílógrömmum á
fullorðinsaldri auka með
því hættuna á hjartasjúk-
dómum um fjórðung.
Þær sem bæta á sig
meiru en 20 kílógrömm-
um eru í þrefalt meiri
hættu. Walter Willett
prófessor, sem stjórnaði
rannsókninni, segir að
ekki sé ráð nema í tíma
sé tekið. Bregðast verði
við strax og þyngdin fer
að aukast, borða minna
og hreyfa sig meira.
Harvard Health Letter, maí 1995.
Einn tómatur
á dag ...
Fólk sem borðar ferska
tómata sjö sinnum í viku
er í helmingi minni
hættu á að fá maga-
krabbamein eða ristil-
krabbamein heldur en
þeir sem borða tómata
tvisvar í viku eða sjaldn-
ar. Þetta sýndu rannsókn-
ir frá norðurhluta Ítalíu.
Rannsóknir sem gerðar
voru á vegum Harvard-
háskóla fyrir nokkrum
árum gáfu svipaða niður-
stöðu.
Talið er að þetta megi
skýra með því að í
tómötum er sindurvörn
(antioxidant) sem nefnist
lycopene. Einnig hefur
verið bent á að í tómöt-
um eru tvær sýrur sem
teljast til fenóla og draga
úr myndun á nítrósamín-
um, en þau eru krabba-
meinsvaldar.
Prevention, apríl 1995.
Fróðleiksmolar
• Þeir sem hlusta á tón-
list meðan æft er á þrek-
hjóli halda út þriðjungi
lengur en aðrir.
• Hægt er að minnka
hættu á sykursýki með
því að borða lax reglu-
lega. Lúða og makríll
gera sennilega svipað
gagn-
• Líkur benda til að
grannvaxnir karlmenn
sem fá ístru borði of mik-
ið rétt fyrir svefninn.
• Þægilegir stólar og hlý-
leg innrétting á biðstof-
um dregur úr kvíða
þeirra sem eru að fara til
læknis.
• Líkamsrækt er eitt
áhrifaríkasta ráðið við
þunglyndi.
Living, descmbcr 1994.
Men's Health, júní 1995.
Léttari lund
hjá piltum
Þunglyndi er sex sinn-
um algengara meðal
ungra stúlkna en drengja,
samkvæmt írskri rann-
sókn. Börn sem eiga
vanda til þunglyndis eiga
á hættu að þjást af þessu
vandamáli á fullorðins-
aldri.
Health & Fitness, maí 1995.
Betri árangur
eftir barneign
Meðganga og fæðing
þarf ekki að hafa slæm
áhrif á afrekskonur í
íþróttum. Að sjálfsögðu
verða þær að leggja æf-
ingaskóna á hilluna um
tíma en margar þeirra
telja að meðgangan hafi
góð áhrif á þol og þrek
þegar frá líður. Jafnvel
eru dæmi þess að konur
nái besta árangri sínum í
kjölfar barneignar.
Health & Fitness, maí 1995.
Háleitt mið
Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunin stefnir að
því að útrýma lömunar-
veiki (mænusótt) um all-
an heim fyrir næstu alda-
mót. Um átta af hverjum
tíu börnum fá nú full-
nægjandi bólusetningu
en talið er raunhæft að
bæta þann árangur á
næstu árum. Ástandið er
einna verst á Indlandi, í
vestanverðri Afríku og í
miðhluta álfunnar.
World Health, mars 1995.
Lífshættuleg
loftmengun
í þeim borgum Banda-
ríkjanna þar sem loft-
mengun er mest er dán-
artíðni 15% hærri en í
borgum þar sem mengun
er minnst, samkvæmt
rannsókn sem gerð var á
vegum Harvardháskóla
og náði til meira en
hálfrar milljónar manna í
150 borgum. Fólk með
lungnasjúkdóma er í
mestri hættu að þessu
leyti.
American Health,
maí 1995.
Það sem einkennir holl-
ustuumræðuna vestan-
hafs er hin mikla
áhersla sem lögð er á
neyslu grænmetis. Með
öllum kjöt- og fisk-
réttum á að bera fram
fjölbreytt grænmeti. Þá
er mikilvægt að hafa
girnilega ávexti á morg-
unverðarborði og ekki
má gleyma að hafa
banana, vínber, jarðar-
ber og aðra ávexti sem
grípa má til milli mála í
stað sætrar og feitrar
fæðu.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 7