Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 13

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 13
Þjóðminjasafnið frá köldum landsvæðum til heitari og rakari svæða, hafa framandi sýklar mætt hermönnunum og fellt marga. Einnig má benda á að Evr- ópubúar sem fóru til Afríku í byrj- un nítjándu aldar lifðu að meðaltali eitt ár eftir komuna þangað. Dýralíf. Ef dýr geta borið sömu örverur og valda sýkingu í mönn- um má segja að þau bætist við fólksfjöldann sem burðarás örvera og auki þannig líkur á að smitsjúk- dómar verði landlægir. Til dæmis er talið að mislingar eigi rót að rekja til hunda. Inflúensa af A- stofni sýkir ekki einungis menn heldur einnig svín, hesta og fugla, en nýir stofnar hafa verið raktir til fugla. Af öðrum kunnum sýklum úr dýraríkinu má nefna salmonellu sem sýkir menn af og til. Hið innra umhverfi. Nútíma lækn- isfræði hefur gert ýmiss konar ígræðslu framandi efna í mannslík- amann mögulega en á þau geta sest bakteríur sem valda sýkingum. Þá hefur einnig færst mjög í vöxt að nota sýklalyf í fyrirbyggjandi til- gangi í tengslum við ýmsar aðgerð- ir. Lyfjagjöf af þessu tagi hefur veruleg áhrif á samsetningu þeirra örvera sem venjulega búa í líkam- anum. Áður en sýklalyf komu til sögunnar voru ákveðnar tegundir af blóðsýklum með öllu óþekktar en hafa með árunum orðið æ al- gengari. Maðurinn sjálfur Ónæmiskerfið. Á umliðnum ár- þúsundum hafa þeir helst lifað af sem hafa haft ónæmiskerfi sem vinnur bug á tilteknum sýklum. Síðustu áratugi hafa menn bætt um betur með fjölbreyttum bólusetn- ingum og með þeim hætti hlíft mörgum við náttúrulegri sýkingu. Rétt er að hafa í huga að ef stöðugt er gripið til sýklalyfjameðferðar snemma á sjúkdómsferlinum nær fólk ekki að mynda eðlileg mótefni gegn viðkomandi sýklum. Aldursbundin sjúkdómstíðni smit- sjúkdóma hefur oft haft mikil áhrif á afleiðingar farsótta. Dæmi um þetta eru lömunarveiki og lifrar- bólga af A-stofni sem hafa verið landlægir sjúkdómar í heiminum og svo útbreiddir að þeir hafa jafn- an smitað börn skömmu eftir fæð- ingu og þá ekki valdið sjúkdóms- einkennum. Með auknu hreinlæti verður ólíklegra að börn smitist snemma og smitlíkurnar færast í efri aldurshópa. Þegar það gerist koma fram sjúkdómseinkenni á borð við lamanir þegar um lömun- arveiki er að ræða og gulu þegar um lifrarbólgu er að ræða. Eins er um hettusótt. Hún er oftar mun vægari sjúkdómur hjá börnum en fullorðnum. Aldrei hefur aldurs- bundin sjúkdómstíðni neinnar sótt- ar skipt Islendinga eins miklu máli og bólusóttin gerði fyrr á öldum. Bólusótt var vægari sjúkdómur meðal barna en þeirra sem eldri voru. íslendingar náðu aldrei þeim fólksfjölda að bólusótt gæti orðið landlæg sem barnasjúkdómur. Af- leiðingarnar létu ekki á sér standa. Félagsleg og kynferðisleg hegðun. Breytingar á kynhegðun og siðferð- islegri afstöðu manna hafa átt sinn þátt í að breyta mynd smitsjúk- dóma. Með öllu er óljóst hvernig sárasótt varð að faraldri í Evrópu á sextándu og sautjándu öld. Ein kenningin er að þeir sem fundu Ameríku fyrir fimm hundruð árum hafi komið með þennan sjúkdóm til baka. Önnur kenning er að baktería sem er nánast alveg eins og sára- sóttarbakterían, en þrífst aðeins í heitu og röku loftslagi og veldur þar húðútbrotum, hafi tekið breyt- ingum á norðlægari slóðum þegar fólk neyddist til að klæðast. Þá hafi bakterían hætt að smita við húð- snertingu en þess í stað fundið sér nýja smitleið um slímhúðir kyn- færa manna. Þá hafi samfélagsleg upplausn í Evrópu, myndun þétt- býliskjarna og hnignandi siðferði stuðlað að útbreiðslu sárasóttarinn- ar. Ekki er vafi á því að aukið frjáls- ræði í kynlífi og umburðarlyndi fyrir samkynhneigð hafi stuðlað mjög að útbreiðslu alnæmissmits á síðari árum. Fíkniefnafaraldur und- anfarinna áratuga, sem tengist sprautunotkun, hefur einnig stuðl- að mjög að útbreiðslu blóðborinna smitefna eins og lifrarbólguveira, alnæmisveira og veira sem geta valdið blóðkrabbameini. Talið er að tugir milljóna manna hafi smitast af alnæmisveiru, veiru sem var óþekkt fyrir rúmum áratug. Al- næmisveiran er einstök fyrir þá sök að hún veldur oftast dauða hjá þeim sem sýkist, fyrr eða síðar, og ryður öðrum sýkingum braut. Nýir eiginleikar gamalla örvera Ónæmi fyrir sýklalyfjum. Þekktar örverur eiga það til að breyta næmi í spænsku veikinni 1918-1919 lét- ust tugir milljóna manna, eða fleiri en í heimsstyrjöldinni 1914- 1918. Myndin er úr sjúkrastofu í barnaspítala sem komið var upp í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. HEILBRIGÐISMAL 2/1995 13

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.