Heilbrigðismál - 01.06.1995, Blaðsíða 25
Tómas Jór
Kominn tími til að rækta heilbrigði
í stað sjúkdóma
Grein eftir Arna Gunnarsson
Einn helsti forystumaður nátt-
úrulækningahreyfingarinnar á ís-
landi, Jónas Kristjánsson læknir,
lauk mörgum blaða- og tímarita-
greinum með eftirfarandi setningu:
„Heilsuvernd er betri en nokkur
lækning." Enginn getur andmælt
þessari staðhæfingu né neitað þeim
gömlu sannindum að betra sé heilt
en vel gróið. Og er ekki mikill
sannleikur fólginn í því að stór
hluti mannkyns eigi ekki í höggi
við sjúkdóma heldur rangar lífs-
venjur, hvort sem þær má rekja til
örbirgðar eða ofgnóttar?
Talið er að hinn þekkti gríski
læknir Hippókrates, sem fæddist
árið 460 fyrir Krist, hafi orðið 109
ára gamall, væntanlega vegna
hollra lífsvenja. Hann lagði áherslu
á að sérhver læknir lærði sem mest
af náttúrunni og leitaðist við að
komast að því hvaða samband væri
á milli fæðu mannsins og heilbrigði
hans. Hippókrates vildi að hver
maður ræktaði sína eigin heil-
brigði.
Enginn vafi leikur á því að hver
einstaklingur getur ráðið talsverðu
og jafnvel miklu um líkamlegt og
andlegt ástand sitt. Ekki þarf að
leiða rök að því. En alltof fáir eru
sinnar gæfu smiðir á þessu sviði.
Ástæðan fyrir því er meðal annars
sú að hugsun og umræða um sjúk-
dóma yfirgnæfir alla umfjöllun um
stöðu og þróun heilbrigðismála.
Gagnrýnin umræða um skynsam-
lega þróun lækninga, forvarnir,
fræðslustarf og eiginlega ræktun
heilbrigði kemst ekki að. Margir
setja samasemmerki á milli heil-
brigðismála og sjúkdóma. Og alltof
margir lifa og hrærast í sjúkdóm-
um; horfa ekki út fyrir þröngt
lækningasviðið.
Það er orðið mjög tímabært að
endurskoða meðferð fjármuna sem
fara til heilbrigðismála. Ábyrgðina
á heilsu almennings verður að færa
yfir til einstaklinganna og gera þá
sjálfa meðvitaða um „gæðastuðla"
heilbrigðs lífs. Hinar neikvæðu
hliðar velferðarkerfisins hafa orðið
þess valdandi, að ábyrgðinni hefur
verið varpað á lítt skilgreindan
heilbrigðisgeira og starfsmenn inn-
an hans. Krafan um lækningu og
bata beinist í eina átt. Allir telja sig
eiga inni hjá samfélaginu, hvort
sem þeir hafa ræktað með sér sjúk-
dómana eða ekki. Hér þarf að móta
nýja stefnu, allt frá því að skilning-
ur barns vaknar; rækta trú á heil-
brigði. Læknar og aðrar heilbrigðis-
stéttir verða að hafa forgöngu um
breyttar áherslur.
Vilmundur Jónsson landlæknir
þótti stundum harður í horn að
taka þegar honum mislfkaði. Oft
hlaut hann ákúrur fyrir hjá starfs-
bræðrum og fleirum. Eg vitna
ósjaldan í grein sem Vilmundur
skrifaði árið 1933. Þar mótar hann
og skilgreinir hugsun í fáurn og
meitluðum setningum, hugsun sem
þyrfti að verða almennara um-
Allir telja sig eiga inni hjá
samfélaginu, hvort sem þeir
hafa ræktað með sér sjúk-
dómana eða ekki. Hér þarf
að móta nýja stefnu.
Núverandi kerfi er löngu
gjaldþrota og mun komast í
ennþá meiri ógöngur á næstu
misserum og árum ef trúin á
heilbrigði fær ekki meiri hljóm-
grunn en nú er.
ræðuefni og umhugsunarefni en
verið hefur.
Vilmundur segir m.a.: „Læknar
nútíðarinnar standa undir merki
sjúkdómanna og helga sig þeim.
Við lærum nær eingöngu um sjúk-
dóma, og að því leyti, sem við
fræðum almenning, fræðum við
hann nær eingöngu um sjúkdóma,
sem er von, því að heilbrigði þekkj-
um við varla nema að nafninu til.
Sjúkdómarnir eru viðurkenndir,
sjálfsagðir, læknir á aðeins að vera
við höndina til að lækna þá svo vel
sem það gengur . . . Að slepptum
öllum syndum þjóðfélagsins gegn
almennri heilbrigði, sem það
gleymir af umhyggju sinni fyrir öll-
um sjúkdómum, er fjölda margt
fólk veikt, af því að það vill vera
veikt." Vilmundur fjallar síðan um
lækna og sjúkdóma og segir:
„Læknar framtíðarinnar munu aft-
ur á móti skipa sér undir merki
heilbrigðinnar. Þá verður heilbrigð-
in talin jafnsjálfsögð og sjúkdóm-
arnir nú og læknarnir verða fyrst
og fremst verðir heilbrigðinnar.
Önnur störf þeirra verða aukastörf.
Þá læra læknarnir fyrst og fremst
um heilbrigði, kenna um heilbrigði,
rækta heilbrigði, trúa á heilbrigði
og lifa á heilbrigði."
Ekki tel ég að Vilmundur hafi
með þessum skrifum ætlað sér að
gera lítið úr störfum lækna heldur
að hvetja þá til breyttra starfshátta
og að fá nýjar áherslur í störf
þeirra. Þessi herhvöt Vilmundar er
í fullu gildi enn þann dag í dag.
Hún beinist að öllu starfsfólki heil-
brigðiskerfisins. Núverandi kerfi er
löngu gjaldþrota og mun komast í
ennþá meiri ógöngur á næstu miss-
erum og árum ef trúin á heilbrigði
fær ekki meiri hljómgrunn en nú
er.
Árni Gunnarsson erforstjóri Heilsu-
stofnunar NLFÍ í Hveragerði. Hann
var áður fréttamaður og alþingismaður
og um skeið formaður stjórnarnefndar
Ríkisspítala.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1995 25