Heilbrigðismál - 01.06.1995, Page 26
Krabbamein í blöðruhálskirtli:
Oft álitamál hvað á að gera mikið
Sjúkdómar í blöðruhálskirtli eru
oftast góðkynja en þó verður ekki
horft fram hjá þeirri staðreynd að
krabbamein í blöðruhálskirtli er al-
gengasta krabbameinið meðal ís-
lenskra karla.
Árið 1993 greindust 113 íslend-
ingar með sjúkdóminn og það ár
létust 32 af völdum hans. Fjöldi
nýgreindra hefur aukist mikið síð-
ustu áratugi og spáð er áframhald-
andi aukningu. Þessa aukningu er
að hluta til hægt að skýra með
fjölgun aldraðra og bættri greining-
artækni.
Leynir á sér
Ef grannt er skoðað má finna
krabbameinsfrumur í blöðruháls-
kirtli hjá allt að helmingi karla sem
komnir eru yfir miðjan aldur. Meiri
líkur eru til þess að vart verði við
sjúkdóminn eftir því sem menn
verða eldri og því er hár aldur einn
helsti „áhættuþátturinn". Tveir af
hverjum þremur sjúklingum eru yf-
ir sjötugt þegar þeir greinast. Þar
sem krabbameinið vex oftast hægt
Margir þekktir menn hafa greinst
með krabbamein í blöðruháls-
kirtli. Francois Mitterand barðist
við blöðruhálskirtilskrabbamein á
síðustu starfsárum sínum sem for-
seti Frakklands. Sjaldgæft er að
sjúkdómurinn greinist fyrir sex-
Grein eftir Eirík Jónsson
og greinist gjarnan hjá eldri karl-
mönnum verða oft aðrir sjúkdómar
til að leggja þá að velli. Gildir þetta
sérstaklega ef sjúkdómurinn hefur
ekki dreift sér út fyrir kirtilinn við
greiningu. Krabbameinið getur þó
vaxið hratt, greinst hjá yngri karl-
mönnum og valdið verulegum
óþægindum og ótímabærum
dauða. Líta má svo á að sjúkdóm-
urinn hafi a.m.k. þrjú andlit:
1) Veldur aldrei einkennum.
2) Veldur einkennum en ekki
dauða.
3) Veldur dauða.
Sú spurning er því áleitin hvern-
ig hægt sé að finna í tæka tíð þá
sem hafa sjúkdóm sem gæti valdið
þeim óþægindum eða ótímabærum
dauða. Mikilvægt er að geta skilið
þá frá sem líklegt er að hafi ekki
vandræði af sjúkdómnum og hlífa
þeim þar með við meðferð og af-
leiðingum hennar. Ef meðferðar er
þörf eru líkur á lækningu bestar ef
sjúkdómurinn er staðbundinn við
greiningu, en þá er átt við að hann
hafi ekki vaxið inn í aðliggjandi líf-
tugt en tónlistarmaðurinn Frank
Zappa lést þó úr honum fyrir
tveim árum, 52 ára. Robert Dole
leiðtogi Repúblíkana á Banda-
ríkjaþingi og væntanlegur forseta-
frambjóðandi er sagður hafa
læknast af sínum sjúkdómi.
færi eða borist til eitla eða beina.
Lækning á staðbundnum sjúkdómi
felst annað hvort í geislameðferð
eða með brottnámi kirtilsins. Báðar
aðferðirnar fela í sér hættu á fylgi-
kvillum sem meðal annars geta haft
áhrif á þvaglát, þvagstjórnun og
kyngetu.
Einkenni sjúkdómsins eru oft lítil
en sjúklingar leita gjarnan til læknis
vegna einkenna frá þvagfærum
sem oftar eru vegna góðkynja
stækkunnar eða bólgu í blöðru-
hálskirtlinum. Algengustu einkenni
eru þvagtregða, tíð þvaglát, ófull-
komin blöðrutæming og nætur-
þvaglát. Blöðruhálskirtillinn er þá
þreifaður um endaþarm og getur
fundist hnútur eða hersli í kirtlin-
um sem síðan reynist vera krabba-
mein þrátt fyrir að einkennin séu
einkum af völdum góðkynja stækk-
unar.
Útbreiðslan skiptir máli
Oft finnst ekkert annað en góð-
kynja stækkun við þreifingu en ef
viðkomandi fer í skurðaðgerð þar
sem kirtillinn er „heflaður út" í
gegnum blöðrusjá geta fundist
krabbameinsfrumur innan um góð-
kynja stækkun þegar spænirnir eru
skoðaðir undir smásjá. Þetta gerist
hjá einum af hverjum tíu sem fara í
þessa aðgerð. Krabbameinið er þá
sagt vera á stigi A.
Ef krabbameinið er einungis í
nokkrum bitanna og hefur góð-
kynja útlit við smásjárskoðun eru
litlar líkur á að það hafi nokkra
þýðingu og ekki er þörf á meðferð.
Öðru máli gegnir ef bitarnir eru
fleiri og hafa illkynja útlit undir
smásjánni. í fyrra tilvikinu er talað
um að sjúkdómurinn sé á stigi A-1
en í því síðara á stigi A-2.
Krabbameinið er sagt vera á stigi
B finnist það við þreifingu og virð-
ist vera innan marka kirtilsins.
Á síðustu árum, með tilkomu
PSA blóðprófsins, finnst stundum
hækkað mæligildi sem síðan leiðir
26 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995