Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 32

Heilbrigðismál - 01.06.1995, Side 32
Tómas Jc Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands: Mikil áhersla á málefni krabbameinssjúklinga eignum sínum, samtals 4,2 millj- ónum króna. Áður hafði hún af- hent félaginu 3,5 milljónir króna. Þórunn Guðlaugsdóttir, sem lést nýlega, arfleiddi félagið að tveim lóðum við Einimel í Reykjavík og Kristín Björnsdóttir, sem starfaði lengi hjá Sameinuðu þjóðunum og lést nýlega, arfleiddi félagið að helmingi eigna sinna. Stofnað- ur verður sjóður í hennar nafni til að styrkja rannsóknir á krabbameini í börnum. Á aðalfundi Krabbameinsfé- lagsins voru samþykktar tvær ályktanir um tóbaksmál. í ann- arri þeirra var skorað á heilbrigð- isráðherra að tryggja frumvarpi til tóbaksvarnalaga framgang. í hinni ályktuninni voru þeir sem móta stefnu og starf fjölmiðla, framleiða kvikmyndir og tónlist- arbönd og setja upp leiksýningar, hvattir til að huga að því, hvern- ig megi forðast, að þessir áhrifa- miklu miðlar stuðli að útbreiðslu tóbaksneyslu. -jr. Ibúðirnar fyrir krabbameins- sjúklinga af landsbyggðinni eru hinar vistlegustu. Jón Þ. Hallgrímsson formaður Krabbameinsfélagsins íslands ávarpar aðalfund félagsins. „Mikilvægt er að skapa krabbameinssjúklingum af lands- byggðinni og aðstandendum þeirra aðstöðu til að dvelja í ró og næði í Reykjavík meðan á meðferð stendur," sagði Jón Þor- geir Hallgrímsson formaður Krabbameinsfélags íslands á að- alfundi félagsins í sumar. Hann sagði að í þessum tilgangi hefðu Krabbameinsfélagið og Rauði kross íslands nú keypt þrjár íbúðir á Rauðarárstíg 33, enda hafi komið í ljós að mikil þörf sé fyrir slíkar íbúðir. Félagið hefur lagt mikla áherslu á málefni sjúkl- inga. Síðustu ár hefur Krabba- meinsfélagið boðið sjúklingum á höfuðborgarsvæðinu þjónustu sem nefnd er Heimahlynning og miðar að því að þeir geti dvalist eins lengi heima og unnt er. Hefur verið sýnt fram á ótvírætt hagræði af þessari starfsemi. Að undanförnu hefur verið rætt um að koma á fót Krabba- meinsrannsóknastofnun íslands með það að markmiði að tengja betur saman þá sem stunda krabbameinsrannsóknir á ís- landi, nýta fágætan íslenskan efnivið og auka þannig mögu- leika íslensks vísindafólks á al- þjóðavettvangi. Þessar umræður hafa leitt til þess að stofnuð hafa verið Samtök um krabbameins- rannsóknir á íslandi og hafa þau haldið fræðslufundi og ráð- stefnur. í þessu sambandi má geta þess að Krabbameinsfélagið hefur ásamt öðrum lagt fram fé til að greiða kostnað við nýja kennslustöðu í krabbameins- lækningum við læknadeild Há- skóla íslands næstu þrjú ár. Það kom fram á aðalfundinum að langt er síðan Krabbameinsfé- laginu hafa borist jafn stórar gjaf- ir og á síðasta starfsári. Anna Sveinsdóttir, sem lést haustið 1994, arfleiddi félagið að öllum 32 HEILBRIGÐISMÁL 2/1995

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.