Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 3

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 3
SAMTÍÐIN 8. hefti 1934 DESEMBER Menningarsjóður og bókaútgáfa hans Það var ágætt handarvik að j menningarsjóður var stofnaður 1928. Það var Jónas Jónsson, sem kom því máli á framfæri, en hvort hann hefir látið sér detta hað í hug, þegar hann var að j berjast fyrir lögunum, hvernig starfsemi sjóðsins mundiaðýmsu fara áður en lyki, skal látið ó- sagt. í sjálfu sér er það varla lík- legt, því að þá mundi löggjafar- hingið vafalaust hafa skipað lög- unum á annan veg. Því verður nefnilega ekki neitað, að á marg- an hátt hefir starfsemi sjóðsins verið allfjarri því sem skyldi, það af er. Það er ekki auðvelt að hnýsast inn í starfsemi menta- málaráðsins, og ekki heldur, að minsta kosti fyrir þann, sem betta ritar, að átta sig á störfum náttúrufræðideildarinnar, en það I EFTIR DR, GUÐBR. JÓNSSON sýnist þó ekki vera alveg í sam- ræmi við þann tilgang deildarinn- ar „að kosta vísindalegar rann- sóknir á náttúru landsins og til útgáfu vísindalegra rita um ís- lenska náttúrufræði", að ekki að- eins fjármunum hennar, heldur og als menningarsjóðs hefir ver- ið og er varið til þess að kaupa eftirlátið náttúrugripasafn Guðm. prófessors Bárðarsonar. Þetta er ekki sagt af því, að ekki rríuni hafa verið rétt og skylt að kaupa þetta safn, heldur af hinu, að það verður að gæta þess vendi1- lega, að sjóðnum sé ekki varið til annars, en honum er að lögum ætlað. Það má hér og nefna það, að mentamálaráðið mún eitt airm 1

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.