Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 21
veru færan um að endurgreiða með aukinni þekkingu það fje, sem þjóðin hefir til hans kostað. Og það er ekkert smáræði, sem sá maður verður á sig að leggja og enginn smáræðis tími, sem hánn verður að eyða til þess. — Ég er ekki að segja þetta til þess að hæla sjálfum mér. En tals- vert hefi jeg nú á mig lagt, og oft hefir mér sárnað hvað þið leikmennirnir hafið lítið inngrip í þetta mál. Já, ég játa það, Kusi minn, að ég er ákaflega skilningssljór á ágæti þessara vísinda. Og ég má vera þér þaklátur fyrir dá- litla undirvísun í þessu. Ég gat búist við þessu af þér. Þú vart altaf samvinnuþýður og sanngjarn, þegar við vorum leik- bræður á unglingsárunum. En þegar vegirnir skiljast, er það altaf undir hendingu komið, hvor slampast á heppilegu leiðina. Og það hefir nú í þessu tilfelli kom- >ð í minn hlut. Eins og þú skilur er ekki tækifæri til þess núna að fara langt út í þetta mál. En dálítið dæmi get ég komið með til að sýna þér, hvað öll rann- sókn þessara vísinda er tíma- frek: Það er alment talið víst, að Gísli biskup Kláusson hafi ver- ið sonarsonarsonur Þórðar á Þúfu, sem uppi var á 15. öld og dó barnlaus 1474, aðrir segja 1473. ög það er alveg vafalaust, að Þórður var launsonur Hákon- ar á Hjalla Ólafssonar Jónsson- ar ríka á Skarði, Sölvasonar skarbíts á Hólum. En hvort Jón ríki er sá sami Jón, sem ritar undir landamerkjadóm 15. maí 1770 á Tungufelli í Aðaldal, eða Jón sá, sem talinn or í óaldar- flokki Mera-Manga lögmanns 1441, hefir til þessa verið í fv.ll- kominni óvissu. Við rannsókn mína á miðalda- sögunni, sem ég gerði sem und- irbúning undir prófritgerðina, rakst ég á þetta, og gat vitan- lega ekki gengið fram hjá svo merkilegu atriði. Rannsókn á þessu atriði tók mig — segi og skrifa — 12 mánuði og 10 daga. Beinn árangur af rannsókninni varð að vísu enginn. En óbeini árangurinn verður ekki metinn til peninga. Ég er sem sé búinn að rannsaka allar heimildir sem líklegar eru til að skera úr urn þetta. Frekari rannsóknar er því ekki þörf, og það ætla ég að sé í sparnaðaráttina. Þá er ekki heldur málfræðin létt í vöfunum stundum. Ég skal benda þér á eitt dæmi um það. Þess hefir verið getið til, að 1 orðinu freghudum, sem kemur fyrir í Diplomatarium islandic- um III. bls. 603, sé ritvilla (eftir þui sem ver freghudum af oss ellrum monnum), það eigi að lesast fregndum. Ef orðmyndin freghudum kemur ekki víðar fyr- 19

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.