Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 11
réttsýni sjóðsins, ef sá háttur væri hafður; eigi að gefa út eitt- hvert rit eftir stjómarmann sjóðsins, hlýtur sá hinn sami, traustsins vegna, að víkja úr stjórninni fyrir fult og alt. Það er og vafalaust nauðsynlegt, að gera einhverja breytingu á skip- un stjórnar sjóðsins. Virðist það einna líklegasta leiðin, að hafa nokkurskonar fulltrúaráð jafn- hliða sjóðsstjórninni. Það verður als ekki séð, að þeir menn, sem að lögum eiga sæti í stjórn- inni samkvæmt stöðu sinni, hljóti að vera til þess kjörnir öðrum frekar hennar vegna, og undan- tek ég þar prófessorinn við há- skólann i íslenskum bókmentum; hvað hinir tveir hljóti að hafa til síns ágætis í þeim efnum öðrum fremur, er ekki ljóst, og er þessu þó ekki beint að þeim mönnum, sem nú sitja í stjórninni. Ætti þetta fulltrúaráð að vera skipað mönnum með sem ólíkustum' við- horfum, og þyrftu þó meðal þeirra að vera nokkrir, sem væru sérfróðir á útgáfu bóka og sölu. Ætti aðalstjórnin að búa út heild- aráætlun um alla starfsemi sjóðsins og jafnframt um hina ár- legu starfsemi, og leggja það fyrii- fulltrúaráðið til samþykkis. Það þyrfti og að sjá aðalstjórn- inni fyrir slíku kaupi, að þess yrði með sanngirni krafist, að hún legði fram það starf, sem með þyrfti. Loks þyrfti að gera þá breytingu á tekjustofni sjóðsins, ____-v . SAMTÍÐIN m að honum væri ekki vísað á hluta af áfengissektunum, heldur yrði honum veitt föst árleg upphæð beint úr ríkissjóði, en að áfengis- sektirnar rynnu svo þangað í staðinn. Áfengissektirnar hafa reynst. verða svo misjafnar, að það hefir orðið fullkomlega ó- mögulegt fyrir stjórnina, þegar af þeirri ástæðu, að gera neina áætl- un, sem með vissu gæti staðist. Stundum hefir oltið á tugum þús- unda, stundum á örfáum þúsund- um. Það verður og að teljast harla óviðfeldið, að ríkissjóður taki ekki sínar löglegu tekjur sjálfur, heldur sé að binda þær úti um hvippinn og hvappinn, því að það gæti hæglega leitt til þess, að einn góðan veðurdag væri búið að gera það svo ræki- lega, að þingið hefði ekki yfir neinu að ráða, þegar ætti til að taka með samningu fjárlaga. Þetta er aðalatriði fyrir starfsemi sjóðsins, og sé það ekki gert, hlýtur hún að vera úr sögunni áður en varir. Hugmynd sú, sem kemur fram í lögunum um menningarsjóð er afbragð, og það væri leitt ef hún skyldi þurfa að verða ónothæf ó- fyrirsynju. Það þarf að fá reynslu um alla hluti, og er þá fyrst hægt að skipa þeim svo vel sé. Nú er fengin svo mikil reynsla um þetta, að nægir til að kippa öllu í liðinn, og verður þá líka að gera það slindrulaust, annars lendir alt í öngþveiti. 9

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.