Samtíðin - 01.12.1934, Qupperneq 4

Samtíðin - 01.12.1934, Qupperneq 4
9AMTÍÐIN hafa keypt marmaramynd, sem taldar voru líkur á, að væri eftir Thorvaldsen, en ekki er það, og er sú ráðstöfun ekki í samræmi við 6. gr. laganna um menning- arsjóð. I sjálfu sér kann vel að hafa verið forsvaranlegt að kaupa þessa mynd, enda þótt hún kunni að hafa orðið fulldýr. En reglur eru nú einu sinni ætlaðar til þess að farið sé eftir þeim. Sé það ekki gert, er ómögulegt að vita hvar lendir. Um bókaútgáfustarfsemi menn- ingai'sjóðs er alt öðru máli að gegna. Hún liggur opin fyrir allra augum og er vandalítið að átta sig á henni, en það er engum blöðum um það að fletta, að hún hefir mjög mistekist. Tilgangur bókaútgáfudeildarinnar er „að gefa út góðar alþýðlegar fræði- bækur og úrvals skáldrit, frum- samin eða þýdd“. Áður en farið er að athuga, hversu það hefir tekist að fara eftir þessum fyrir- mælum, verður að gá af sér efa um það, hvort ekki muni vera neinar aðrar reglur, sem fara þurfi eftir þarna, enda þótt þær séu hvergi skráðar. Manni skilst á orðalagi ákvæð- anna, að þau stafi af því, að mis- brestur hafi orðið á, að venjulegir bókaútgefendur hafi fengist til þess að gefa út slík rit sem þurfti, svo að margt og gott hafi ekki komist á framfæri. Þetta er auðvitað að því leyti rétt, að al- mennir bókaútgefendur eru með 2 öllu ófúsir til að gefa út bækur, sem ekki eru líklegar til þess að borga sig. Það er ekki nema að vonum, því að hjá þeim er þetta atvinnurekstur. Það virðist því svo, að menningarsjóði hafi fyrst og fremst verið ætlað, að koma þeihi ágætisritum á framfæri, sem venjulegir bókaútgefendur ekki treystu sér til að taka, en ekki hitt, að fara í kapphlaup við þá. Það segir sig og sjálft af því, að menningarsjóður gat ekki ráð- ið yfir því fjármagni, að hann næði undir sig allri bókaútgáfu. Það mundi og varla hafa verið heppilegt, því að svo fylgjandi, sem sá er þetta ritar er ríkis- einkasölu á einu og öðru og sem flestu, eins andvígur er harm „einkasölu“ á vitsmunum, þekk- ingu, list og smekk.TJtgáfan kynni að verða nokkuð einræn þegar L'ram í sækti, ef sú aðferð væri höfð, og engan veginn víst, að ekki yrði eitthvað útundan, af misskilningi eða sérskilningi á þessum atriðum, eða að útgáfu- valið stæðist endanlegan dóm eftirtíðarinnar. Það mun og jafn- framt hafa verið tilætlunin, að útgáfustarfsemi menningarsjóðs bygði'st á heilbrigðum viðskifta- legum grundvelli, og að þess væri gætt, að fyrirtækið væri við- skiftafyrirtæki jafnframt því, sem það átti að vera menningar- fyrirtæki, það er að segja, að ekki væri eingöngu mokað fé í útgáfur, heldur líka séð • fyrir

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.