Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN virðist þó finna, að þetta alt er ekki sannfærandi, því að hann bætir við grófum orðum og fúk- yrðum til þeirra, sem á öðru máli kynnu að vera, en ef það skyldi vera gert til þess, að þeir þori ekki að kveða upp úr með það, er það ekld vel viðkunnanlegt, enda duga slík ráð skamt. Þýð. stígur á sömu sveifina í sjálfri þýðingunni, því að auðséð er að allar málalengingar hans þar, með Öðru því, sem þar til heyrir, eru bersýnileg, visvitandi viðleitni þýð. til að fjörga hinn leiðinlega stíl Caesars og láta þýðinguna sýna hann betri en hann er. Ekk- ert af þessu er sagt þýðanda til skapraunar, en þetta þarf að segja, og hefði mátt segja með meiri harka, án þess að þýð. væri gert rangt til, enda hvílir hév aðalsökin á stjórn bókadeildarinn- ar. Þetta rit hefði aldrei átt að birtast, en ef óhjákvæmilegt hefði þótt að koma þýðingu á Galla- stríðinu á framfæri, hefði það átt að vera athugasemdalaus þýðing með greinargóðum formála; henni hefðu nægt um 180—200 bls. í minna broti en þetta, en þessi bók er hvorki meira né minna en 573 bls. Annars hefði menningarsjóði varla orðið skotaskuld úr því að finna skemmtilegri sagnarit frá tímum Rómverja og Grikkja; það er t. d. varla að efa, að hinar samstæðu æfisögur Plutarks mundu hafa fallið hverjum manni 1 geð,. svo eru þær . skemtilegar. Þá eru tvær síðustu bækumar. Er þar fyvst rit dr. Einars ólafs Sveinssonar „Um Njálu“. Það er ekki alþýðlegt rit, og vegna þess, að það er doktorsrit, með þeim kvöðum, sem á þeim hvíla, þá eru sölumöguleikar þess litlir eða engir. Að réttu lagi hefði menn- ingarsjóður því ekki átt að taka það til útgáfu. En þó er varla mögulegt að liggja sjóðnum’ á hálsi fyrir það, því að ekki er lík- legt, að höf. hefði getað komið því riti á framfæri ella, og hefði því tepst maklegur fræðilegur fram- gangur, sem höf. hefir hlotnast fyrir. Auðvitað er, að fátækir og ungir kandidatar eru ekki svo efnum búnir, að þeir geti rutt út slíkum ritum af eigin rammleik, og þyrfti háskólinn því nauðsyn- lega að koma sér upp sjóði, sem hlaupið gæti undir bagga, þegar svo stendur á. Loks er „Hagfræði“ eftir Gide. Sá sem þetta ritar er ekki hag- fræðingur og ber nauðalítið skyn á þá hluti, en það virðist auðsætt, að ritið sé of stórt til þess að vera við alþýðuhæfi, og jafnframt sýnist ritið vera úrelt. Það ber með sér, að það er samið fyrir ófriðinn mikla, en eftir hann hef- ir margt gjörbreyst svo í þess- um efnum, að réttara hefði virst að gefa út rit, sem tæki allar þær breytingar til greina. Það verður ekki annað sagt, en að bókaútgáfa menningarsjóðs hafi hingað til mislánast, og þá 1

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.