Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 29
3 AlflTÍÐIN mikilmenna, hvað þeir hafa mikla tilhneigingu, til að gefa fólki vasaklút“ (bls. 322). En Halldór Kiljan Laxness er ekki skáld að sama skapi og hann er kunnáttumaður. Fyrir því eru óræk rök í síðustu sögu hans, Sjálfstætt fólk. Þetta er af því, að hann brestur skilning samúð- arinnar með öðrum mönnum. Hans viðhorf er altaf þetta: Ég þekki, jú, þessa kalla, þeir eru, jú, bara svín, ég er, jú, yfir þá alla og eins er, jú, konan mín. „Gríma þeirra er eins og hálf- frosið skæni yfir hryllingu þeirr- J ar glötunar, sem hefir gleypt þá, og engum heilvita manni dettur í hug, að þeir muni nokkru sinni verða stórbændur" (bls. 115). Al- þýðuna fyrirlítur hann, af því að hún e r alþýða, og af því að hún getur ekki verið annað en alþýða. Þessi fyrirlitning blindar hann svo, að hann verður steinblindur á öðru auganu og sjónlaus á hinu, hvar sem auðlegð og lífs- gildi er að sjá. „Þegar maður fer frá einum bæ til annars“, segir hann, „virðist ekkert líklegra en að bæirnir hafi allir sama nafn og sami maðurinn búi á þeim öll- om og sama konan“ (bls. 24). Þó fyrirlítur hann enn meir alla þá, sem reyna að reisa sig upp úr þessum nauða leiðinlega aum- ingjaskap, því að þeir geta elcki verið annað en uppskafningar. Þar gerir hann alla jafna, „sjálf- stætt fólk“, ungmennafélaga, samvinnufulltrúa, búfræðing, sálma- og erfiljóðaskáld sveitar- innar, hugsjónamanninn, sem dreymir um „að koma sér upp myllu í bæjarlæknum og mala síðan bankabygg fyrir fólk“, hreppstjóra og hreppstjórafrú, sem „hefir gifst af einskærum á- huga á sveitasælunni, sem hún hefir kynst af útlendum skáld- skap og síðar í kvennaskólanum", hann má jafnvel ekki sjá yfir- hundahreinsunarmann án þess að hrækja framan í hann. Þessvegna er þessi saga Laxness klámsaga*) eins og allar hinar stærri sögur hans. En af því að kunnátta hans er mikil, er það mjög vel sögð klámsaga og munu alltr hrifnir af, sem þykir þær sögur góðar. En um það þurfa menn ekki að efast, að skáldfrægð og hróður Halldórs Kiljan Laxness verður mjög á kostnað allrar al- þýðu manna á íslandi. Þvílíkur ó- hróður hefir aldrei verið um hana borinn, og síst af öllu með því- líkri ísmeygilegri lagni og kunn- áttu. Því að í sögunni Sjálfstætt fólk hefir Halldór Kiljan Laxness komist lengst í kunnáttu sinni. Hann töfrar menn agndofa með öllum sínum blæbrigðum lita og ') Orðið hér notað í upphaflegri, viðttekri merkingu: svívirðingaraaga. 27-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.