Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 12
ÞJÓÐVÍSA. Ég hugðist vera smámey og hélt ég væri til eirts og hitt fólkið um bæinn. Og sólin kom og gíóði um glugga mina og þil ailan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf á órmum hans. Ég var sælust allra i bænum■ — En seinna vissi ég betur að birtan hverfur skjátt og brosið deyr á vörum. Því seinna hefi ég vakað við sæng hans marga nátt Og þeir sögðu’ hann væri á förum. Þá talaði hann oftsinnis um undarlegt blóm, sem yxi í huga sínum- En orð. sem gáfu tungu hnns töfrabjartan róm, urðu tár í augum mínum. — Svo tóku þeir úr örmum mér hinn unga, fagra svein, og eftir var ég skilin. Við sængina hans auða ieg síðan vaki ein uns sólin roðar þilin. — En systur mínar! Gangið þið stilt um húsið hans, sem hjarta mitt saknar — Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns, og ég dey ef hann vaknar. — TÓMAS GLÐMUNDSSON. 10

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.