Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 6
S AMTÍ ÐIN isvaldsins, og því bar þessvegna sjálfu að sjá fyrir útgáfu þessa nauðsynlega rits sbr. lög nr. 48, 14. júní 1929, 3. gr. Það kann raeira en vera, að ríkinu hafi veitt það erfitt að koma ritinu út eins og á stóð, en það gat ekki bund- ið menningarsjóði neinar skyldur á herðar, og það hatramlega við þetta rit er, að það er einmitt kostnaðurinn af því, sem fyrstog fremst hefir bundið peninga menn- ingarsjóðs um ófyrirsjáanlegan tíma. Hitt ritið er „Bréfasafn Jóns Sigurðssonar". Á aldaraí- mæli Jóns gaf Bókmentafélagið út fyrra safnið af bréfum hans, og hefði því þess vegna staðið næst að halda verkinu áfram. Þá eru 4 rit, sem telja verður að menningarsjóður hefði ekki þurft að gefa út vegna þess, að nógir mundu hafa orðið til þess. Eru þar fyrst ljóðaþýðingar Magnús- ar Ásgeirssonar, sem eru svo að kalla uppgengnar nú, bækur Hall- dórs Kiljans og „Aldahvörf í dýraríkinu“. Hafa þær bækur all- ar selst svo vel, að hver forleggj- ari mundi þykjast ágætlega hald- inn, ef bækur hans seldust svo- Þar þurfti menningarsjóður því ekki að láta til sín taka. Þá eru nú ekki eftir nema 6 af þeim 12 bókum, sem rétt virðist hafa ver- ið að kæmu út, og meðal þeirra eru 2 bækur, sem sýnist vera svo frá gengið, að ekki hafi verið rétt að gefa þær út í þeirri mynd, sem þær birtust. Er þar fyrst hin 4 ágæta skáldsaga „Á íslandsmið- um“, því að þýðingin er of sér- viskuleg. Er frönskum manna- og staðanöfnum snúið þar til ís- lensks vegar með mjög óviðkunn- anlegum hætti, svo að ég kveði ekki fastar að orði, sem mér væri þó skapi næst. Ég tek hér upp nokkrar af þessum „þýðingum" til þess að sýna hvað þær eru fráleitar. „Loguivy" verður Ló- gufa, ,,Pors-Even“ verður Porse- vinja, „Gaos“ verður Káus, „Ger- meur“ verður Gormur, „Tré- guier“ verður Trégýja og „Paim- pol“ verður Pempól, en þennan stað kölluðu Fáskrúðsfirðingar, sem skiftu mikið við fiskimenn þaðan, Pomphóla, og er það ólíkt skárra. Borgarnafninu Saint- Brieuc er breytt í Sembría vegna hljóðlíkingar við þágufallið af því orðskrípi, enda þótt þýð. hljóti að vita, að það er dregið af mannsnafninu Briocus. Ég gæti bent á ótal slíka og svipaða hluti, en sleppi því nú, því að ég mun minnast á það seinna; þess verður þó að geta, að neðanmáls- greinar þýð. eru svo afar útúr- dúrakendar, að það verður ekki séð, að þýðandinn hafi gert sér ljóst, hvað það var, sem hann átti að gera. Hin bókin er „Land og lýður“, og áfellist ég þar ekki höf., sem hafði látið góða menn lesa bókina yfir til öryggis, en þeir hafa ekki borið gæfu til að sjá, að svona gat bókin ekki kom- ið að tilætluðum notum. Það er

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.