Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 14
SAKTÍÐIN segjast við þetta, þá skjátlaðist honum, því að þegar strákarnir gerðust of nærgöngulir, sló hann aftur frá sér, og skólastjórinn varð að yfirheyra börnin og setja ofan í við hann á nýjan leik. Það var við eina af þessurn yfir- heyrslum, að ein telpnanna mint- ist eitthvað á bækur og ýmislegt fleira, sem hafði horfið frá henni. Fleiri af börnunum höfðu orðio fyrir því sama, og skólataska Sveltu-stráksins var óðara rann- sökuð. Þar fanst ein bókin, sem vantaði. Það stoðaði lítið, þó að drengurinn harðneitaði að hafa tekið bókina, og hitt gerði aðeins ilt verra, að hann, viti sínu fjær af reiði, bar það upp á hina krakk- ana, að þau hefðu látið bókina í töskuna hans. Þetta sinn var hann kallaður inn á einkaskrifstofu skólastjóra, og daginn eftir varð gamla Guðríður að fara ofan eftir og biðja honum vægðar. Skóla- stjórinn lét sefast, enda var dreng- urinn einn af duglegustu nemend- unum í skólanum, einkum í reikn- ingi, þar stóð enginn honum á sporði. Það varð því úr, að honum var leyft að halda áfram í skólan- um. En ekki tók nú betra við en áður. Þarna fer Sveltu-þjófurinn, sögðu menn, og þeir skeyttu því engu, þó að hann kynni að heyra það. — Síðustu árin, sem hann var í skólanum, varð hann þögulli og fáskiftnari en áður, og lét sem hann heyrði ekki háðsyrði félaga sinna. Svo fermdist hann og slapp úr skólanum. Strax eftir ferminguna fór hann að leitast fyrir um atvinnu. En þá var hann búinn að fá svo alment orð á sig fyrir óráðvendni, að eng- inn vildi ráða hann til sín. Það stoðaði ekki, þó að telpan, sem fyrst varð til að saka hann um þjófnað, játaði síðar, er hún lá fyr- ir dauðanum, að hún hefði sjálf látið bCKma í töskuna nans. Orð- rómurinn var orðinn of almennur og rótgróinn. Það var orðin hefð að líta á Sveltu-strákinn sem þjóf og fólk vildi ekki trúa öðru, þó að enginn gæti lagt fram ákveðnar sannanir. Fólki gramdist það líka, að þessi fátæktarræfill bar sig eins og hann væri af góðu bergi brot- inn og enginn skuggi hefði failið á hann. Hann var hnarreistur eins og greifi, og málrómurinn var kröftugur og laus við alla auðmýkt og undirgefni. Auk þess var hann altaf hreinlega og snyrtilega til fara. Það sat illa á stráknum frá Sveltu að vera með svona manna- læti, enda fékk hann maklega út- reið. Hann hafði nefnilega farið til kaupmannsins og beðið hann að kenna sér verslunarstörf! Það var þá líka heppilegast, að hafa hann innan um vörurnar og pen- ingana í búðinni! En þar hitti snáðinn rétta manninn, því að kaupmaðurinn þreif í hnakka- drembið á honum og fleygði hon- um út, án þess að virða hann svars. 12

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.