Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 19
SAKTÍÐIN værir í þann veginn að taka próf, og svo datt mér í hug að líta inn, af því að ég átti leið hér hjá. Það er svipað með mig, ég má aldrei gefa mér tíma til að líta upp úr. Hvað var þetta, sem þú varst að ljúka við áðan? Það var nú ekki stórræði. Ég var að skýra gamla visu. Rétt er nú það. En ferðu ekki að slá botninn í háskólanámið einhvern næstu daga? Hvað ertu annars búinn að vera lengl á há- skólanum Kusi? Hálft áttunda ár á miðviku- daginn kemur. Það líður nú að lokunum. Eftir sex mánuði ætti ég að vera búinn. Einhverntíma líð- ur sá tími — sex mánuðir. Það líður sem lengra er. En svo verða menn ekki heldur meist- arar í íslenskum fræðum svona upp úr þuru, eða án þess að 'eEgja eitthvað í sölurnar. — Mikið skal til mikils vinna. Er svo nokkuð upp úr þessu að hafa? Ég skal nú ekki segja um það, hvað atvinnu snertir. En heiður- inn er altaf fyrir nokkru. Eitt- hvað verður manni til um at- vinnu. Ég er nú svo heppinn að vera nýbúinn að gera hagkvæm- an samning. Svo að skilja. Svo þú ert sama sem búinn að fá atvinnu. Jæja, það er eftir því sem á það er litið. Ég samdi við einn af eldri stéttarbræðrum mínum. Hann á að skrifa hrós í blöðin um það sem ég geri, og ég skuld- bind mig aftur til að skrifa hól um hann. Einhver áhrif ætti það að hafa. En þetta er afskaplega lang- ur námstími, — átta ár. Já, þér þykir það mikið. Það er ósköp eðlilegt. Ekki tek ég það illa upp fyrir þér. Hvernig ættuð þið leikmennirnir að lita öðruvísi á? Þú þekkir menn, sem hafa lokið þessu námi á hálfu skemri tíma. Ég þekki þá líka. Og ég get bætt þvi við, að það þarf engin fjögur ár til þess að ná meistaraprófi.Tvö ár er kapp- nógur tími hverjum manni, sem er við þolanlega sálarheilsu og drekkur sig ekki dauðan oftar en tvisvar á viku, að meðaltali. En því í ósköpunum dettur nokkrum manni í hug, að eyða átta árum í nám, sem ekki þarf að kosta meira en tvö ár? Vertu nú rólegur, Geggi minn, og gáðu að hvað þú segir. ert enginn skynskiftingur, þó að þú sért ekki beinlínis gáfnaljós. Þú skilur það eins vel og ég, að það er ekki nóg að menn nái prófi. — Jæja, það getur kann- ske afsakast um sum önnur próf, að menn læri lexíurnar eins og páfagukar, og viti ekki neitt i sinn haus. Það er víst meira að segja æði algengt í skólunum. 17

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.