Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 32
S AMTlÐIN verið úr stórri hljómkviðu. Það er ást hans til þessa barns, sem svik- ið er inn í forsjá hans, sem líka á tíkinni líf sitt að hakka, sem hann lætur heita Ástu Sóllilju, („það á að þýða, skal ég segja þér, lagsmður, að hún skal aldrei þurfa að vera upp á aðra komin, hvorki til líkams né sálar, meðan ég lifi“ (bls. 259)). — „ „Pabbi“, sagði hún. „Eg hlakka svo mikið til, þegar þú byggir“. Og þá tók hún eftir andliti hans,þessu andliti. sem hann sýndi aldrei andspænis deginum, sem enginn þekti né fekl< að sjá, sem fekk ekki einusinni málið í hinum dýru hringhendum hans, andlit hans innra manns. Hringhendur hans voru svo dýrt kveðnar, að. þær gátu ekki öðlast neitt umtalsvert innihald,og þann- ig var líf hans sjálft. „Einhvem- tíma byggir pabbi stórt hús fyrir lífsblómið sitt, en ekki í haust“ (bls.388). — Þetta á sína hlið- stæðu í ást Laxness sjálfs til ís- lensks máls, þessa goðborna en „kyniskt" grómtekna afsprengis íslenskrar alþýðu, sem Laxness hefir þrátt fyrir alt fóstrað með þvílíkri alúð, að það má vel verða merkilegur áfangi í þroskasögu þess. En hvenær byggir Laxness stórt hús fyrir lífsblómið sitt? Ekki í haust. Því að þessi „bygg- íng“ hans er ekki stórt hús, held- ur stórt hrúgald blæmikilla öfga, litríkrar lýgi og tíkai'lega lúsugra svívirðinga með nagandi ormi. 30 Fagra veröld Eftir Tómas Guömundsson Það er sjaldgæft að bók komi út í þrem útgáfum á tveim árum á landi voru, og ennþá sjald- gæfara er það, að tvær fyrstu útgáfurnar seljist þegar upp á fyrstu mánuðunum, en þetta hefir komið fyrir með hina vinsælu ljóðabók Tómasar Guðmundsson- ar: Fagra veröld. Nú er þriðja útgáfan kornin út og má jafnvel gera ráð fyrir að ekki verði langt að bíða að hún þrjóti einnig. Hér á landi hefir mikið verið kveðið um náttúrufegurð, læki, fossa, bláan himin, kvöldroða og gullin ský og alt mögulegt, en það hefir lítið verið kveðið um hið daglega líf, eins og það kemur almenningi fyrir sjónir, og það hefir líka lítið verið kveðið um líeykjavík, höfuðborgina okkar. En þetta gerir Tómas. Hann yrkir um lífið í Austurstræti „því lífið held- ur áfram í Austurstræti“. Hann yrkir um höfnina. Þar sér hann „skröltandi vagna og. bíla, sem bruna —og blásandi skipamergð. — Tjöruangan, asfalt og sólskin — iðandi mannaferð“. Og Tómas hann yrkir um Vesturbæinn, þar sem „gömlu bátarnir dotta“ og um pennan „sem hefir skrifað sálma og samþykt víxla mína —, og sýnt mér þessa einstöku hlut- tekningu sína“. Um alt þetta yrk- ir Tómas af sérstökum léttleik og snild svo unun ér að lesa. Ljóðin

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.