Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 24
S AMTÍÐIN heimabrugg, vátrygðar búðar- vöru og margt og margt annað. Eins og þú sérð, Georg, er hér mikið svigrúm. Já, mér þykir það. En það hlýtur að kosta feikna æfingu að nota þessa aðferð til hlýtar. Gettu nærri. Ég sé ekki betur en hún sé einhlýt í hverju vafamáli, ef rétt er á haldið. 0 — sei, sei, nei! Það getur komið fyrir að maður þurfi að kafa dýpra. Við skulum segja, að fyrir komi orðið kvon, þar sem eftir meiningunni ættu að standa hundur. Nú vitum við, að orðið kuon var til í. frumger- mönsku og þýddi hundur. Það segir sig sjálft, að þetta gamla orð gat hafa geymst sem ætt- argripur í fórum einhvers forn- manns, og hann tekið til þess i viðhafnarskyni við eitthvert há- tíðlegt tækifæri. í þessu getur ráðningin legið. En fleira kemur til greina. Torskilið vafamál getur stafað af ritvillu hjá afritara. Það er ekkert óeðlilegt við það. Afrit- arinn er nefnilega stundum seinna á ferðinni en frumritar- inn. Og það eru engin takmörk fyrir því, hvaða skissur afritari getur gert. Honum getur orðið á að skrifa skammorf, þar sem í frumritinu stóð viðhorf, eða gleraugnahús, þar sem í frum- ritinu stóð fjórgengishreyfUl,' og 22 svona mætti lengi telja. — öll svona rannsókn verður að byggj- ast á vísindalegum rökum. Það hefir komið fyrir, að skýrendur hafa neyðst til að yrkja gamlar vísur upp, til þess að gera þær skiljanlegar' En slíkt þykir nú ekki vísindalegt og er ekki gert, ef annars er nokkur kostur. — Hreinar tilgátur, sem ekkert hafa við að styðjast, skyldi mað- ur aldrei nota. Þær gefa ekki vísindalega niðurstöðu, nema ef svo stendur á, að eldri skýrandi hafi áður komið fram með sömu eða eða hliðstæða tilgátu. Jæja, Kusi. Það er nú ekki fyrir mitt leikmannshöfuð að botna í þessu. En gaman þætti mér að sjá skýringuna á vís- unni, sem þú sýndir mér áðan. Það skal ég gera, með ánægju. Þér er líka veikomið að afrita skýringuna. Það getur orðið þér að liði, ef þú hugsar eitthvað meira um þessi mál. Ég var lengi að átta mig á skýringunni, og vantaði þó ekki að Markús létti undir með mér. Mikill galdrakarl ertu, Kusi. En er ekki þetta nokkuð gamal- dagsháttur að skýra vísur? Gamaldags? Jú, það er ein- mitt það sem hann er. Þetta er aðferðin, sem allir lærðir menn hafa notað í 100 ár, og hún er nótuð enn í dag. Líttu í Forn- ritaútgáfuna nýju! Eða heldurðu kannske að rannsóknaraðferðum

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.