Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 27
S AMTÍ.BIN hefir hann lagt fyrir róða, og tek- ið annað óvanalegt, Halldór Kilj- an Laxness, nafn, sem bæði er ís- lenskt og- útlent og á mýkt eins tialldór Kiljan Laxness og niðandi lækur og snubbótta hörku eins og brotin súla. Ilann hefir ekki viljað gera handarvik, nema það miðaði beint að aukn- um þroska hans sem rithöfundar, en hann liefir aldrei hikað við að Lggja á sig erfiði, píslir og pynting, til að öðlast þann þroska. Hann hefir leitað uppi mestu fátæktina í íslenskum af- dölum, snuðrað upp alt vesalasta og hjárænasta fólkið þar, njósn- að um kerlingar í eldhúskróknum í dalnum eða við fiskþvottinn og fiskþurkinn á stakkstæðum, um karlana í fjallgöngum eða á eyr- inni, um bóndann og kaupmann- inn 1 búðinni og um unga fólkið á böllum og í útreiðum, sett á sig alt um klæði þessa fólks, göngu- lag þess og framgöngu, kæki þess og afkáraskap, allar skrípamynd- ir þess af sjálfu sér, sögur þess og kviðlinga, því að hann er eins og karlarnir sem hann segir frá og „voru ekki andlausir efnis- hyggjumenn, sem hafa magann fyrir sinn guð, heldur kunnu þeir margar lausavísur og sumar dýrt kveðnar — — hver um annan, um vandræði sín eða lifsháska, eða náttúruna eða þær vonir um sæmilega daga, sem ekki rætast fyr en á himnum, já jafnvel um ástina(klámvísur)“(bls. 27)*) Iíann hefir líka lagt á sig að hnýsast í flest það, sem fólkið liefir lesið, Passíusálmana, Grali- arann, fornsögurnar, Andrarímur, Gönguhrólfsrímur, Jómsvíkinga- rímur og dagblöðin, og ekki hefir honum sést yfir hneykslissög- urriar. Yfirleitt hefir hann eftir því sem hægt var að sjá, heyra og finna, gert á fólkinu fjölmarg- ar yfirborðsrannsóknir í ýmsum viðhorfum. Sína eigin vitund hef- ir hann gert að skrípi, til að geta skilið og leikið eftir annara skrípalæti. Jafnfrarnt því hefir hann farið gandreið um heiminn, norðan frá heimskautsbaug suður á Sikiley og Spán, vestur á Kyrrahafsströnd og austur til Moskva. Bækur sínar hefir hann ") Öll blaðsíðutöl, sem tll er vitu- að hér, eru úr „Sjálístœtt fólk“. 25

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.