Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 23
SAMTfBXN þegar áhugamenn vilja sinna svona málum, þó ólærðir séu. Sko, hérna er blaðið. Nú, þetta er afrit. — — — (Ég las) : Fóru hvatir firir, fannir og ísar banna meiður malma leiðir minn tveir í hríðar sinnu. Órager foldu fita fenna um síðir enni hörðer knýa þar harðar harkvar er náðu marki. Þetta, — þetta er bara vit- ieysa, Kusi. Hvernig á nokkur maður að finna vit út úr þessu? Já, það er nú einmitt. það, sem ólærðu mennirnir segja altaf. Og það er von. Þeim er ofvaxið að finna meininguna í svona vísum. Sagen er den, að þessar fornu vísur er ómögulegt að skýra nema með því að nota þau strangvísindalegu vinnubrögð, sem meistarar í íslenskum fræð- um eru heima í, og sem eru hvort tveggja í senn séreign og sómi íslenskrar þjóðmenningar. Ekki skil ég hver þau vinnu- brögð ættu að vera. Það er eðlilegt. En þú gætir lært þetta. í raun og veru eru frumreglurnar ofur einfaldar, — sjáðu nú til: Fyrst verður maður að gera sér ljóst hvað höfundurinn meinar með vísunni, eða, ef það liggu-r ekki opið fyrir, þá hitt, hvað hann gæti hafa meint. Þetta er grundvallarregla, sem ekki má víkja frá. Annar er vonlaust um vísindalega niðurstöðu. Þar næst kemur til athugunar hvort hin einstöku orð vísunnar koma heim við meininguna, og þá byrjar vandinn fyrir alvöru. Nú er það svo, að skýrandinn, ef hann er starfi sínu vaxinn, á völ á mörgum og margvíslegum hjálpargögnum. Fornmenn not- uðu kenningar og líkingar ákaf- lega mikið og margvíslega. Skýr- andinn verður að taka það með í reikninginn á ýmsan hátt, sem ólærðum manni gæti aldrei dott- ið í hug, — þeim hættir svo við að fara altaí beint eftir orðun- um. Það er meinið. Ég skal taka sem dæmi orðið hestur. Hesturinn er dýr. En lmnn er líka farartæki. Orðið hestur getur því þýtt farartæki — hvaða farartæki sem vera skal. Það getur verið: skautar, flugvjel, hjólatík, trillubátur, fótur manns eða dýrs, flugufót- ur eða rentufótur, hrossleggir, skíði og fjöldamargt annað. En brautirnar greinast meira en þetta. Ég skal nefna sem dæmi orðið skíði, sem getur þýtt hest- ur. Það er líka nafn á eldsneyti, og má því nota um hvaða elds- neyti sem vera skal. Með orðinu hestur = skíði getur því verið meint: steinolía, inndregnir bankaseðlar, sauðatað, þorska- lifur, uppdi-áttur af Reykjavík, 21

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.